Innlent

Meta þarf EES-samstarfið

KÓP skrifar
Árni Þór Sigurðsson
Árni Þór Sigurðsson
Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir nauðsynlegt að gera mat á kostum og göllum EES-samningsins, en ýmis ákvæði hans séu farin að „rekast í hana“. Hann segir að farið sé að „togna á stjórnarskránni“ og meira muni reyna á samspil hennar við samninginn á næstunni.

Árni sagðist, á þingi í gær, taka undir með Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra um að væntanlega væri engin leið fær önnur en að gera breytingar á stjórnarskránni til að EES-samningurinn standist, eða þá að segja sig úr samstarfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×