Íslenski boltinn

Þór vann bardagann um Akureyri

Páll Viðar er kominn með sitt lið á toppinn.
Páll Viðar er kominn með sitt lið á toppinn.
Þór frá Akureyri er kominn með þriggja stiga forskot á toppi 1. deildarinnar eftir sætan 1-0 sigur á nágrönnum sínum í KA í kvöld.

Þór er kominn í sterka stöðu í deildinni enda aðeins fjórar umferðir eftir. Það er því ansi líklegt að Þórsarar fari aftur upp eftir eitt ár í 1. deild.

Það var Ármann Pétur Ævarsson sem skoraði eina mark leiksins með þrumuskoti í upphafi síðari hálfleiks.

KA er í sjötta sæti deildarinnar eftir sigurinn og möguleikar þeirra á Pepsi-deildarsæti eru ekki miklir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×