Enski boltinn

Rodgers mættur á Anfield - myndir

Brendan Rodgers var í morgun ráðinn stjóri Liverpool. Það er mikil pressa á þessum 39 ára gamla stjóra enda er hermt að Liverpool hafi greitt Swansea 7 milljónir punda fyrir hann.

"Ég lofa því að ég mun berjast fyrir lífi mínu og fyrir fólkið í borginni. Við erum kannski ekki tilbúnir að vinna titilinn strax en ferðin þangað hefst strax í dag," sagði Rodgers á blaðamannafundi í dag.

Hann hefur lofað að blása til sóknar með lið Liverpool. Það verði ekki lagst í neinar skotgrafir.

Hér að neðan má sjá myndir frá blaðamannafundinum í morgun og er Rodgers skoðaði helstu staði á Anfield.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×