Þjálfari Ítala: Ætlar ekki mótmæla því ef Ítalir draga lið sitt út úr EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2012 19:00 Cesare Prandelli, þjálfari Ítala. Mynd/Nordic Photos/Getty Cesare Prandelli, þjálfari Ítala, mun ekki gera neinar athugasemdir við það ef ítalska knattspyrnusambandið ákveður að draga lið sitt út úr keppni á EM vegna nýjustu ásakanna um hagræðingu úrslita í ítalska fótboltanum. Ítalska lögreglan handtók 19 manns í nýjasta áhlaupi sínu en sakamál tengd hagræðingu úrslita hafa ítrekað komið fram í sviðsljósið á Ítalíu undanfarin ár. Mario Monti, forsætisráðherra Ítala, gekk svo langt þegar hann heyrði af þessu nýjasta máli að hann taldi það réttast að leggja niður ítölsku deildina í einhvern tíma. „Ef menn myndu segja við mig að það væri það besta fyrir ítalskan fótbolta að draga liðið úr keppni þá væri það ekki vandamál mín vegna. Það eru til mikilvægari hlutir en þessi keppni," sagði Cesare Prandelli í sjónvarpsviðtali á Ítalíu. „Ég þoli ekki krossferðir. Ég vil meta hlutina hverju sinni og tek ekki ákvarðanir án þess að vita hverjar afleiðingarnar verða. Ég vildi helst bara ræða fótbolta en þessir atburðir koma víst í veg fyrir það," sagði Prandelli. Málið hefur þegar haft sínar afleiðingar fyrir ítalska landsliðið. Domenico Criscito, sem var yfirheyrður í tengslum við málið, missti í kjölfarið sæti sitt í EM-hóp Ítala. „Ég er bæði reiður og leiður því ég ætti ekki að vera blóraböggull fyrir eitthvað sem ég átti engan þátt í. Ég er í sjokki yfir því að vera hent út úr liðinu og að ég sé orðinn ímynd þessa hneykslis," sagði Domenico Criscito, sem er nú leikmaður með Zenit St Petersburg í Rússlandi. Ítalir eru í C-riðli á EM með Spáni, Írlandi og Króatíu. Þeir mæta Heims- og Evrópumeisturum Spánar í fyrsta leik 10. júní næstkomandi. Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Handbolti Fleiri fréttir FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Sjá meira
Cesare Prandelli, þjálfari Ítala, mun ekki gera neinar athugasemdir við það ef ítalska knattspyrnusambandið ákveður að draga lið sitt út úr keppni á EM vegna nýjustu ásakanna um hagræðingu úrslita í ítalska fótboltanum. Ítalska lögreglan handtók 19 manns í nýjasta áhlaupi sínu en sakamál tengd hagræðingu úrslita hafa ítrekað komið fram í sviðsljósið á Ítalíu undanfarin ár. Mario Monti, forsætisráðherra Ítala, gekk svo langt þegar hann heyrði af þessu nýjasta máli að hann taldi það réttast að leggja niður ítölsku deildina í einhvern tíma. „Ef menn myndu segja við mig að það væri það besta fyrir ítalskan fótbolta að draga liðið úr keppni þá væri það ekki vandamál mín vegna. Það eru til mikilvægari hlutir en þessi keppni," sagði Cesare Prandelli í sjónvarpsviðtali á Ítalíu. „Ég þoli ekki krossferðir. Ég vil meta hlutina hverju sinni og tek ekki ákvarðanir án þess að vita hverjar afleiðingarnar verða. Ég vildi helst bara ræða fótbolta en þessir atburðir koma víst í veg fyrir það," sagði Prandelli. Málið hefur þegar haft sínar afleiðingar fyrir ítalska landsliðið. Domenico Criscito, sem var yfirheyrður í tengslum við málið, missti í kjölfarið sæti sitt í EM-hóp Ítala. „Ég er bæði reiður og leiður því ég ætti ekki að vera blóraböggull fyrir eitthvað sem ég átti engan þátt í. Ég er í sjokki yfir því að vera hent út úr liðinu og að ég sé orðinn ímynd þessa hneykslis," sagði Domenico Criscito, sem er nú leikmaður með Zenit St Petersburg í Rússlandi. Ítalir eru í C-riðli á EM með Spáni, Írlandi og Króatíu. Þeir mæta Heims- og Evrópumeisturum Spánar í fyrsta leik 10. júní næstkomandi.
Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Handbolti Fleiri fréttir FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Sjá meira