Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Selfoss 5-2 | Atli Guðna með þrennu Kristján Óli Sigurðsson í Kaplakrika skrifar 8. ágúst 2012 18:30 Mynd/Vilhelm FH skaust á toppinn í Pepsídeild karla í kvöld er liðið vann Selfoss í hörkuleik 5 -2. Atli Guðnason gerði þrennu og bakvörðurinn Guðjón Árni Antoníusson skorðaði hin 2 mörkin. FH-ingar voru töluvert betra liðið og var 5-2 sigur síst of stór miðað við gang leiksins. Fyrri hálfleikurinn byrjaði af miklum krafti og FH komst yfir eftir rúmlega stundarfjórðugs leik þegar bakvörðurinn knái Guðjón Árni Antoníusson skoraði eftir fínan undirbúning Alberts Brynjars Ingasonar. Gestir lögðu ekki árar í bát og náðu að jafna leikinn þegar Jón Daði Böðvarsson skallaði boltann í bakið á Tómasi Leifssyni og þaðan fór boltinn í netið. Staðan var því jöfn í hálfleik en bæði lið fengu þó fín færi til að leiða leikinn. Í síðari hálfleik var aðeins eitt lið á vellinum. FH-ingar hófu hálfleikinn af miklum krafti og uppskáru mark strax í byrjun. Varamaðurinn Emil Pálsson átti þá fyrirgjöf sem rataði beint á kollinn á minnsta manni vallarins Atla Guðnasyni sem sveif manna hæst í teignum og stangaði boltann í netið. Guðjón Árni jók skömmu seinna forystuna í 3-1 með sínu öðru marki og nánast gerði útum leikinn. FH-ingar réðu lögum og lofum útum allan völl voru hverni nærri hættir. Þeir bættu við tveimur mörkum frá Atla Guðnasyni sem átti magnaðan leik í kvöld og var yfirburðarmaður á vellinum. Selfyssingar náðu þó að klóra í bakkann í uppbótartíma þegar Dofri Snorrason lánsmaður frá KR prjónaði sig í gegnum vörn FH og skoraði. Fleiri urðu mörkin ekki og FH er komið á topp deildarinnar og eiga það fyllilega skilið. Róður Selfyssinga þyngist enn. Liðið hefur ekki unnið leik síðan í Maí og miðað við varnarleik liðsins á köflum er það ekki að fara að breytast á næstunni. Eins verður að setja spurningamerki við markvörð liðsins. Hann virkar óöruggur í öllum sínum aðgerðum og hefur alls ekki náð að fylla það skarð sem Jóhann Ólafur Sigðursson skilur eftir sig. Guðjón Árni: Strákarnir voru hættir að gefa á mig„Þetta var það sem við stefndum að. Vinna leikinn og komast á toppinn." Guðjón skoraði sitt 5. Og 6. mark í deildinni í kvöld. Aðspurður hvort hann stefni á markaskó í lok leiktíðar sagði Guðjón. „Strákarnir voru hættir að vilja gefa á mig og vildu sennilega ekki að ég skoraði meira í kvöld en þetta gæti alveg endað með bronsskó í haust með þessu áframhaldi," sagði Guðjón Árni. Logi Ólafs: FH nýtti sín færi betur en við Logi Ólafsson, þjálfari Selfyssinga, var svekttur í leikslok eftir enn eitt tap Selfyssinga í sumar. „Það er voðalega erfitt að dásama leik liðsins þegar við töpum 5-2. Hins vegar er ég ánægður með hvernig við spiluðum fyrri hálfleikinn. Eftir að þeir komast í 3-1 á fyrstu mínútum seinni hálfleiks var þessi leikur eign FH. Þeir nýttu sín færi betur en við og því fór sem fór," sagði Logi. Atli Guðna: Seinni hálfleikurinn mjög góður. FH-ingurinn Atli Guðnason var kátur með þrennuna, sigurinn og toppsætið í kvöld. Hann er nú markahæsti leikmaður deildarinnar með níu mörk í 13 leikjum. „Við náðum sem betur fer að kveikja á okkur í hálfleik. Það var smá hikst í þessu í fyrri hálfleik og við klúðruðum 4-5 dauðafærum. Við erum með reynlsumikið lið og vissum hvað við þyrftum að laga fyrir seinni hálfleikinn og það tókst sem betur fer," sagði Atli Guðnason. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? Enski boltinn Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
FH skaust á toppinn í Pepsídeild karla í kvöld er liðið vann Selfoss í hörkuleik 5 -2. Atli Guðnason gerði þrennu og bakvörðurinn Guðjón Árni Antoníusson skorðaði hin 2 mörkin. FH-ingar voru töluvert betra liðið og var 5-2 sigur síst of stór miðað við gang leiksins. Fyrri hálfleikurinn byrjaði af miklum krafti og FH komst yfir eftir rúmlega stundarfjórðugs leik þegar bakvörðurinn knái Guðjón Árni Antoníusson skoraði eftir fínan undirbúning Alberts Brynjars Ingasonar. Gestir lögðu ekki árar í bát og náðu að jafna leikinn þegar Jón Daði Böðvarsson skallaði boltann í bakið á Tómasi Leifssyni og þaðan fór boltinn í netið. Staðan var því jöfn í hálfleik en bæði lið fengu þó fín færi til að leiða leikinn. Í síðari hálfleik var aðeins eitt lið á vellinum. FH-ingar hófu hálfleikinn af miklum krafti og uppskáru mark strax í byrjun. Varamaðurinn Emil Pálsson átti þá fyrirgjöf sem rataði beint á kollinn á minnsta manni vallarins Atla Guðnasyni sem sveif manna hæst í teignum og stangaði boltann í netið. Guðjón Árni jók skömmu seinna forystuna í 3-1 með sínu öðru marki og nánast gerði útum leikinn. FH-ingar réðu lögum og lofum útum allan völl voru hverni nærri hættir. Þeir bættu við tveimur mörkum frá Atla Guðnasyni sem átti magnaðan leik í kvöld og var yfirburðarmaður á vellinum. Selfyssingar náðu þó að klóra í bakkann í uppbótartíma þegar Dofri Snorrason lánsmaður frá KR prjónaði sig í gegnum vörn FH og skoraði. Fleiri urðu mörkin ekki og FH er komið á topp deildarinnar og eiga það fyllilega skilið. Róður Selfyssinga þyngist enn. Liðið hefur ekki unnið leik síðan í Maí og miðað við varnarleik liðsins á köflum er það ekki að fara að breytast á næstunni. Eins verður að setja spurningamerki við markvörð liðsins. Hann virkar óöruggur í öllum sínum aðgerðum og hefur alls ekki náð að fylla það skarð sem Jóhann Ólafur Sigðursson skilur eftir sig. Guðjón Árni: Strákarnir voru hættir að gefa á mig„Þetta var það sem við stefndum að. Vinna leikinn og komast á toppinn." Guðjón skoraði sitt 5. Og 6. mark í deildinni í kvöld. Aðspurður hvort hann stefni á markaskó í lok leiktíðar sagði Guðjón. „Strákarnir voru hættir að vilja gefa á mig og vildu sennilega ekki að ég skoraði meira í kvöld en þetta gæti alveg endað með bronsskó í haust með þessu áframhaldi," sagði Guðjón Árni. Logi Ólafs: FH nýtti sín færi betur en við Logi Ólafsson, þjálfari Selfyssinga, var svekttur í leikslok eftir enn eitt tap Selfyssinga í sumar. „Það er voðalega erfitt að dásama leik liðsins þegar við töpum 5-2. Hins vegar er ég ánægður með hvernig við spiluðum fyrri hálfleikinn. Eftir að þeir komast í 3-1 á fyrstu mínútum seinni hálfleiks var þessi leikur eign FH. Þeir nýttu sín færi betur en við og því fór sem fór," sagði Logi. Atli Guðna: Seinni hálfleikurinn mjög góður. FH-ingurinn Atli Guðnason var kátur með þrennuna, sigurinn og toppsætið í kvöld. Hann er nú markahæsti leikmaður deildarinnar með níu mörk í 13 leikjum. „Við náðum sem betur fer að kveikja á okkur í hálfleik. Það var smá hikst í þessu í fyrri hálfleik og við klúðruðum 4-5 dauðafærum. Við erum með reynlsumikið lið og vissum hvað við þyrftum að laga fyrir seinni hálfleikinn og það tókst sem betur fer," sagði Atli Guðnason.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? Enski boltinn Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira