Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Selfoss 5-2 | Atli Guðna með þrennu Kristján Óli Sigurðsson í Kaplakrika skrifar 8. ágúst 2012 18:30 Mynd/Vilhelm FH skaust á toppinn í Pepsídeild karla í kvöld er liðið vann Selfoss í hörkuleik 5 -2. Atli Guðnason gerði þrennu og bakvörðurinn Guðjón Árni Antoníusson skorðaði hin 2 mörkin. FH-ingar voru töluvert betra liðið og var 5-2 sigur síst of stór miðað við gang leiksins. Fyrri hálfleikurinn byrjaði af miklum krafti og FH komst yfir eftir rúmlega stundarfjórðugs leik þegar bakvörðurinn knái Guðjón Árni Antoníusson skoraði eftir fínan undirbúning Alberts Brynjars Ingasonar. Gestir lögðu ekki árar í bát og náðu að jafna leikinn þegar Jón Daði Böðvarsson skallaði boltann í bakið á Tómasi Leifssyni og þaðan fór boltinn í netið. Staðan var því jöfn í hálfleik en bæði lið fengu þó fín færi til að leiða leikinn. Í síðari hálfleik var aðeins eitt lið á vellinum. FH-ingar hófu hálfleikinn af miklum krafti og uppskáru mark strax í byrjun. Varamaðurinn Emil Pálsson átti þá fyrirgjöf sem rataði beint á kollinn á minnsta manni vallarins Atla Guðnasyni sem sveif manna hæst í teignum og stangaði boltann í netið. Guðjón Árni jók skömmu seinna forystuna í 3-1 með sínu öðru marki og nánast gerði útum leikinn. FH-ingar réðu lögum og lofum útum allan völl voru hverni nærri hættir. Þeir bættu við tveimur mörkum frá Atla Guðnasyni sem átti magnaðan leik í kvöld og var yfirburðarmaður á vellinum. Selfyssingar náðu þó að klóra í bakkann í uppbótartíma þegar Dofri Snorrason lánsmaður frá KR prjónaði sig í gegnum vörn FH og skoraði. Fleiri urðu mörkin ekki og FH er komið á topp deildarinnar og eiga það fyllilega skilið. Róður Selfyssinga þyngist enn. Liðið hefur ekki unnið leik síðan í Maí og miðað við varnarleik liðsins á köflum er það ekki að fara að breytast á næstunni. Eins verður að setja spurningamerki við markvörð liðsins. Hann virkar óöruggur í öllum sínum aðgerðum og hefur alls ekki náð að fylla það skarð sem Jóhann Ólafur Sigðursson skilur eftir sig. Guðjón Árni: Strákarnir voru hættir að gefa á mig„Þetta var það sem við stefndum að. Vinna leikinn og komast á toppinn." Guðjón skoraði sitt 5. Og 6. mark í deildinni í kvöld. Aðspurður hvort hann stefni á markaskó í lok leiktíðar sagði Guðjón. „Strákarnir voru hættir að vilja gefa á mig og vildu sennilega ekki að ég skoraði meira í kvöld en þetta gæti alveg endað með bronsskó í haust með þessu áframhaldi," sagði Guðjón Árni. Logi Ólafs: FH nýtti sín færi betur en við Logi Ólafsson, þjálfari Selfyssinga, var svekttur í leikslok eftir enn eitt tap Selfyssinga í sumar. „Það er voðalega erfitt að dásama leik liðsins þegar við töpum 5-2. Hins vegar er ég ánægður með hvernig við spiluðum fyrri hálfleikinn. Eftir að þeir komast í 3-1 á fyrstu mínútum seinni hálfleiks var þessi leikur eign FH. Þeir nýttu sín færi betur en við og því fór sem fór," sagði Logi. Atli Guðna: Seinni hálfleikurinn mjög góður. FH-ingurinn Atli Guðnason var kátur með þrennuna, sigurinn og toppsætið í kvöld. Hann er nú markahæsti leikmaður deildarinnar með níu mörk í 13 leikjum. „Við náðum sem betur fer að kveikja á okkur í hálfleik. Það var smá hikst í þessu í fyrri hálfleik og við klúðruðum 4-5 dauðafærum. Við erum með reynlsumikið lið og vissum hvað við þyrftum að laga fyrir seinni hálfleikinn og það tókst sem betur fer," sagði Atli Guðnason. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira
FH skaust á toppinn í Pepsídeild karla í kvöld er liðið vann Selfoss í hörkuleik 5 -2. Atli Guðnason gerði þrennu og bakvörðurinn Guðjón Árni Antoníusson skorðaði hin 2 mörkin. FH-ingar voru töluvert betra liðið og var 5-2 sigur síst of stór miðað við gang leiksins. Fyrri hálfleikurinn byrjaði af miklum krafti og FH komst yfir eftir rúmlega stundarfjórðugs leik þegar bakvörðurinn knái Guðjón Árni Antoníusson skoraði eftir fínan undirbúning Alberts Brynjars Ingasonar. Gestir lögðu ekki árar í bát og náðu að jafna leikinn þegar Jón Daði Böðvarsson skallaði boltann í bakið á Tómasi Leifssyni og þaðan fór boltinn í netið. Staðan var því jöfn í hálfleik en bæði lið fengu þó fín færi til að leiða leikinn. Í síðari hálfleik var aðeins eitt lið á vellinum. FH-ingar hófu hálfleikinn af miklum krafti og uppskáru mark strax í byrjun. Varamaðurinn Emil Pálsson átti þá fyrirgjöf sem rataði beint á kollinn á minnsta manni vallarins Atla Guðnasyni sem sveif manna hæst í teignum og stangaði boltann í netið. Guðjón Árni jók skömmu seinna forystuna í 3-1 með sínu öðru marki og nánast gerði útum leikinn. FH-ingar réðu lögum og lofum útum allan völl voru hverni nærri hættir. Þeir bættu við tveimur mörkum frá Atla Guðnasyni sem átti magnaðan leik í kvöld og var yfirburðarmaður á vellinum. Selfyssingar náðu þó að klóra í bakkann í uppbótartíma þegar Dofri Snorrason lánsmaður frá KR prjónaði sig í gegnum vörn FH og skoraði. Fleiri urðu mörkin ekki og FH er komið á topp deildarinnar og eiga það fyllilega skilið. Róður Selfyssinga þyngist enn. Liðið hefur ekki unnið leik síðan í Maí og miðað við varnarleik liðsins á köflum er það ekki að fara að breytast á næstunni. Eins verður að setja spurningamerki við markvörð liðsins. Hann virkar óöruggur í öllum sínum aðgerðum og hefur alls ekki náð að fylla það skarð sem Jóhann Ólafur Sigðursson skilur eftir sig. Guðjón Árni: Strákarnir voru hættir að gefa á mig„Þetta var það sem við stefndum að. Vinna leikinn og komast á toppinn." Guðjón skoraði sitt 5. Og 6. mark í deildinni í kvöld. Aðspurður hvort hann stefni á markaskó í lok leiktíðar sagði Guðjón. „Strákarnir voru hættir að vilja gefa á mig og vildu sennilega ekki að ég skoraði meira í kvöld en þetta gæti alveg endað með bronsskó í haust með þessu áframhaldi," sagði Guðjón Árni. Logi Ólafs: FH nýtti sín færi betur en við Logi Ólafsson, þjálfari Selfyssinga, var svekttur í leikslok eftir enn eitt tap Selfyssinga í sumar. „Það er voðalega erfitt að dásama leik liðsins þegar við töpum 5-2. Hins vegar er ég ánægður með hvernig við spiluðum fyrri hálfleikinn. Eftir að þeir komast í 3-1 á fyrstu mínútum seinni hálfleiks var þessi leikur eign FH. Þeir nýttu sín færi betur en við og því fór sem fór," sagði Logi. Atli Guðna: Seinni hálfleikurinn mjög góður. FH-ingurinn Atli Guðnason var kátur með þrennuna, sigurinn og toppsætið í kvöld. Hann er nú markahæsti leikmaður deildarinnar með níu mörk í 13 leikjum. „Við náðum sem betur fer að kveikja á okkur í hálfleik. Það var smá hikst í þessu í fyrri hálfleik og við klúðruðum 4-5 dauðafærum. Við erum með reynlsumikið lið og vissum hvað við þyrftum að laga fyrir seinni hálfleikinn og það tókst sem betur fer," sagði Atli Guðnason.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira