Arsenal slátraði Southampton Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. september 2012 00:01 Nordicphotos/Getty Arsenal fylgdi á eftir góðum útisigri á Liverpool í síðustu umferð með stórsigri á nýliðum Southampton. Lokatölurnar urðu 6-1 í leik þar sem gestirnir voru óvenju gjafmildir. Heimamenn hófu leikinn með stórsókn sem bar árangur á 11. mínútu. Hollendingurinn Jos Hooiveld varð þá fyrir því óláni að stýra knettinum í netið af stuttu færi en forysta heimamanna var verðskulduð. Fallegasta mark leiksins kom eftir rúmlega hálftíma leik. Þjóðverjinn Lukas Podolski skoraði þá með skoti beint úr aukaspyrnu sem Kelvin Davis réð ekki við. Annað mark Podolski í tveimur leikjum og gleðifréttir fyrir stuðningsmenn Arsenal hve fljótt hann hefur aðlagast lífinu í ensku úrvalsdeildinni. Tvö mörk á þremur mínútum gerðu út um leikinn. Fyrst kláraði Gervinho gott færi af mikilli fagmennsku áður en Nathaniel Clyne skoraði annað sjálfsmark gestanna. 4-0 og aðeins 37. mínútur liðnar af leiknum. Gestirnir löguðu stöðuna með marki Daniel Fox í viðbótartíma í fyrri hálfleik. Markið var um leið það fyrsta sem Arsenal fær á sig á þessari leiktíð. Gervinho bætti við öðru marki sínu í síðari hálfleik þegar hann ýtti boltanum yfir línuna af stuttu færi. Undir lok leiksins skoraði Theo Walcott sjötta mark Arsenal eftir klaufagang í vörn Southampton. Walcott fagnaði þó ekki markinu gegn sínum gömlu félögum. Stórsigur Arsenal staðreynd en liðið hefur átta stig og er enn taplaust. Southampton, sem hefur heldur betur fengið erfiða andstæðinga í fyrstu leikjum liðsins í úrvalsdeildinni, er áfram á botni deildarinnar stigalaust. Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ Handbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Sjá meira
Arsenal fylgdi á eftir góðum útisigri á Liverpool í síðustu umferð með stórsigri á nýliðum Southampton. Lokatölurnar urðu 6-1 í leik þar sem gestirnir voru óvenju gjafmildir. Heimamenn hófu leikinn með stórsókn sem bar árangur á 11. mínútu. Hollendingurinn Jos Hooiveld varð þá fyrir því óláni að stýra knettinum í netið af stuttu færi en forysta heimamanna var verðskulduð. Fallegasta mark leiksins kom eftir rúmlega hálftíma leik. Þjóðverjinn Lukas Podolski skoraði þá með skoti beint úr aukaspyrnu sem Kelvin Davis réð ekki við. Annað mark Podolski í tveimur leikjum og gleðifréttir fyrir stuðningsmenn Arsenal hve fljótt hann hefur aðlagast lífinu í ensku úrvalsdeildinni. Tvö mörk á þremur mínútum gerðu út um leikinn. Fyrst kláraði Gervinho gott færi af mikilli fagmennsku áður en Nathaniel Clyne skoraði annað sjálfsmark gestanna. 4-0 og aðeins 37. mínútur liðnar af leiknum. Gestirnir löguðu stöðuna með marki Daniel Fox í viðbótartíma í fyrri hálfleik. Markið var um leið það fyrsta sem Arsenal fær á sig á þessari leiktíð. Gervinho bætti við öðru marki sínu í síðari hálfleik þegar hann ýtti boltanum yfir línuna af stuttu færi. Undir lok leiksins skoraði Theo Walcott sjötta mark Arsenal eftir klaufagang í vörn Southampton. Walcott fagnaði þó ekki markinu gegn sínum gömlu félögum. Stórsigur Arsenal staðreynd en liðið hefur átta stig og er enn taplaust. Southampton, sem hefur heldur betur fengið erfiða andstæðinga í fyrstu leikjum liðsins í úrvalsdeildinni, er áfram á botni deildarinnar stigalaust.
Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ Handbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Sjá meira