Arsenal slátraði Southampton Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. september 2012 00:01 Nordicphotos/Getty Arsenal fylgdi á eftir góðum útisigri á Liverpool í síðustu umferð með stórsigri á nýliðum Southampton. Lokatölurnar urðu 6-1 í leik þar sem gestirnir voru óvenju gjafmildir. Heimamenn hófu leikinn með stórsókn sem bar árangur á 11. mínútu. Hollendingurinn Jos Hooiveld varð þá fyrir því óláni að stýra knettinum í netið af stuttu færi en forysta heimamanna var verðskulduð. Fallegasta mark leiksins kom eftir rúmlega hálftíma leik. Þjóðverjinn Lukas Podolski skoraði þá með skoti beint úr aukaspyrnu sem Kelvin Davis réð ekki við. Annað mark Podolski í tveimur leikjum og gleðifréttir fyrir stuðningsmenn Arsenal hve fljótt hann hefur aðlagast lífinu í ensku úrvalsdeildinni. Tvö mörk á þremur mínútum gerðu út um leikinn. Fyrst kláraði Gervinho gott færi af mikilli fagmennsku áður en Nathaniel Clyne skoraði annað sjálfsmark gestanna. 4-0 og aðeins 37. mínútur liðnar af leiknum. Gestirnir löguðu stöðuna með marki Daniel Fox í viðbótartíma í fyrri hálfleik. Markið var um leið það fyrsta sem Arsenal fær á sig á þessari leiktíð. Gervinho bætti við öðru marki sínu í síðari hálfleik þegar hann ýtti boltanum yfir línuna af stuttu færi. Undir lok leiksins skoraði Theo Walcott sjötta mark Arsenal eftir klaufagang í vörn Southampton. Walcott fagnaði þó ekki markinu gegn sínum gömlu félögum. Stórsigur Arsenal staðreynd en liðið hefur átta stig og er enn taplaust. Southampton, sem hefur heldur betur fengið erfiða andstæðinga í fyrstu leikjum liðsins í úrvalsdeildinni, er áfram á botni deildarinnar stigalaust. Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL Sport ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Sjá meira
Arsenal fylgdi á eftir góðum útisigri á Liverpool í síðustu umferð með stórsigri á nýliðum Southampton. Lokatölurnar urðu 6-1 í leik þar sem gestirnir voru óvenju gjafmildir. Heimamenn hófu leikinn með stórsókn sem bar árangur á 11. mínútu. Hollendingurinn Jos Hooiveld varð þá fyrir því óláni að stýra knettinum í netið af stuttu færi en forysta heimamanna var verðskulduð. Fallegasta mark leiksins kom eftir rúmlega hálftíma leik. Þjóðverjinn Lukas Podolski skoraði þá með skoti beint úr aukaspyrnu sem Kelvin Davis réð ekki við. Annað mark Podolski í tveimur leikjum og gleðifréttir fyrir stuðningsmenn Arsenal hve fljótt hann hefur aðlagast lífinu í ensku úrvalsdeildinni. Tvö mörk á þremur mínútum gerðu út um leikinn. Fyrst kláraði Gervinho gott færi af mikilli fagmennsku áður en Nathaniel Clyne skoraði annað sjálfsmark gestanna. 4-0 og aðeins 37. mínútur liðnar af leiknum. Gestirnir löguðu stöðuna með marki Daniel Fox í viðbótartíma í fyrri hálfleik. Markið var um leið það fyrsta sem Arsenal fær á sig á þessari leiktíð. Gervinho bætti við öðru marki sínu í síðari hálfleik þegar hann ýtti boltanum yfir línuna af stuttu færi. Undir lok leiksins skoraði Theo Walcott sjötta mark Arsenal eftir klaufagang í vörn Southampton. Walcott fagnaði þó ekki markinu gegn sínum gömlu félögum. Stórsigur Arsenal staðreynd en liðið hefur átta stig og er enn taplaust. Southampton, sem hefur heldur betur fengið erfiða andstæðinga í fyrstu leikjum liðsins í úrvalsdeildinni, er áfram á botni deildarinnar stigalaust.
Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL Sport ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Sjá meira