Uppreisnarmenn réðust á Camp Bastion-herstöðina í suðurhluta Afganistan í nótt. Tveir bandarískir hermenn létust í árásinni.
Camp Bastion er ein stærsta herstöð Breta og Bandaríkjamanna í landinu og þykir það í raun með ólíkindum að tiltölulega fámennur hópur uppreisnarmanna hafi tekist að brjótast inn á svæðið.
Árásin er sögð tengjast mótmælum vegna bandarískrar áróðurskvikmyndarinnar um Múhameð spámann.
Yfirvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í dag að herafli á þeim svæðum sem þar sem mótmælin hafa verið hvað mest verði aukinn á næstu dögum.
Brutust inn í herstöð í Afganistan
