Útgjöld aukast víða Óli Kristján Ármannsson skrifar 15. september 2012 06:00 Sykurskatturinn þýðir 6.400 króna aukin útgjöld á ári fyrir hverja fjölskyldu. Verðlagsáhrif boðaðra breytinga í nýframlögðum fjárlögum næsta árs skýrast ekki fyrr en fram koma á þingi lagafrumvörp um einstakar breytingar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var ekki farið fram á það við Hagstofu Íslands að tekin yrðu saman áhrif fjárlagafrumvarpsins á verðlag og vísitölu neysluverðs, en það verði að líkindum gert þegar metin verða áhrif hverrar breytingar fyrir sig. Þannig liggur til að mynda ekki fyrir í hvaða vöruflokkum verð muni hækka vegna fyrirhugaðrar hækkunar gjalda á sykraða vöru út frá manneldissjónarmiðum. Í fjárlagafrumvarpinu kemur aftur á móti fram að hún eigi að skila ríkinu 800 milljóna króna tekjuauka. Það þýðir 0,13 prósenta útgjaldaaukningu á ársgrundvelli fyrir heimili landsins, samkvæmt mælistiku Hagstofu Íslands. Er þá gert ráð fyrir að heimilin sé um 125 þúsund talsins og að mánaðarútgjöld fjölskyldunnar séu 442 þúsund krónur. Á ársgrundvelli myndi skatturinn því þýða 6.400 króna aukin útgjöld fyrir hverja fjölskyldu. Eftir því sem næst verður komist kallar boðað afnám í fjárlögum á undanþágu bílaleiga af vörugjöldum af ökutækjum á hækkun leiguverðs upp á að minnsta kosti fimmtán til tuttugu prósent. Óvíst er þó að áhrifa hækkunar gæti strax því bílaleigurnar hafa margar þegar gengið frá samningum og birt verðskrár fyrir næsta ár. Eins er óvíst að hækkun virðisaukaskatts á gistingu skili sér strax því í mörgum tilvikum hafa þegar verið birtar gjaldskrár næsta árs. Í fjárlagafrumvarpinu er hins vegar gert ráð fyrir að gistiþjónusta verði flutt í efra þrep skattsins frá 1. maí á næsta ári. Sé þeirri hækkun velt beint út í verð nemur hún 17,3 prósentum. Miðað við það færi verð 40 þúsund króna hótelherbergis í rétt tæpar 47 þúsund krónur nóttin. Útgjöld bifreiðaeigenda aukast nokkuð samkvæmt frumvarpinu. Gert er ráð fyrir að hækkað vörugjald á bensín og dísilolíu skili ríkinu 1,1 milljarðs tekjuaukningu, hækkað bifreiðagjald skili 400 milljóna króna aukningu og hækkað kílómetragjald sextíu milljónum. Alls er þarna um að ræða 1.560 milljónir króna. Skiptist sú upphæð til helminga milli heimila og fyrirtækja þá þýðir það yfir árið 6.240 krónur í aukin útgjöld fyrir hverja fjölskyldu. Breyta á lögum um gjald á áfengi og tóbak með 100 prósenta hækkun á gjaldi á neftóbak og fimmtán prósenta hækkun á tóbaksgjaldi að öðru leyti. Þá er gert ráð fyrir 4,6 prósenta hækkun á krónutölu áfengisgjalda. Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir Vilhjálmur Árnason leiðir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Sjá meira
Verðlagsáhrif boðaðra breytinga í nýframlögðum fjárlögum næsta árs skýrast ekki fyrr en fram koma á þingi lagafrumvörp um einstakar breytingar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var ekki farið fram á það við Hagstofu Íslands að tekin yrðu saman áhrif fjárlagafrumvarpsins á verðlag og vísitölu neysluverðs, en það verði að líkindum gert þegar metin verða áhrif hverrar breytingar fyrir sig. Þannig liggur til að mynda ekki fyrir í hvaða vöruflokkum verð muni hækka vegna fyrirhugaðrar hækkunar gjalda á sykraða vöru út frá manneldissjónarmiðum. Í fjárlagafrumvarpinu kemur aftur á móti fram að hún eigi að skila ríkinu 800 milljóna króna tekjuauka. Það þýðir 0,13 prósenta útgjaldaaukningu á ársgrundvelli fyrir heimili landsins, samkvæmt mælistiku Hagstofu Íslands. Er þá gert ráð fyrir að heimilin sé um 125 þúsund talsins og að mánaðarútgjöld fjölskyldunnar séu 442 þúsund krónur. Á ársgrundvelli myndi skatturinn því þýða 6.400 króna aukin útgjöld fyrir hverja fjölskyldu. Eftir því sem næst verður komist kallar boðað afnám í fjárlögum á undanþágu bílaleiga af vörugjöldum af ökutækjum á hækkun leiguverðs upp á að minnsta kosti fimmtán til tuttugu prósent. Óvíst er þó að áhrifa hækkunar gæti strax því bílaleigurnar hafa margar þegar gengið frá samningum og birt verðskrár fyrir næsta ár. Eins er óvíst að hækkun virðisaukaskatts á gistingu skili sér strax því í mörgum tilvikum hafa þegar verið birtar gjaldskrár næsta árs. Í fjárlagafrumvarpinu er hins vegar gert ráð fyrir að gistiþjónusta verði flutt í efra þrep skattsins frá 1. maí á næsta ári. Sé þeirri hækkun velt beint út í verð nemur hún 17,3 prósentum. Miðað við það færi verð 40 þúsund króna hótelherbergis í rétt tæpar 47 þúsund krónur nóttin. Útgjöld bifreiðaeigenda aukast nokkuð samkvæmt frumvarpinu. Gert er ráð fyrir að hækkað vörugjald á bensín og dísilolíu skili ríkinu 1,1 milljarðs tekjuaukningu, hækkað bifreiðagjald skili 400 milljóna króna aukningu og hækkað kílómetragjald sextíu milljónum. Alls er þarna um að ræða 1.560 milljónir króna. Skiptist sú upphæð til helminga milli heimila og fyrirtækja þá þýðir það yfir árið 6.240 krónur í aukin útgjöld fyrir hverja fjölskyldu. Breyta á lögum um gjald á áfengi og tóbak með 100 prósenta hækkun á gjaldi á neftóbak og fimmtán prósenta hækkun á tóbaksgjaldi að öðru leyti. Þá er gert ráð fyrir 4,6 prósenta hækkun á krónutölu áfengisgjalda.
Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir Vilhjálmur Árnason leiðir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Sjá meira