Innlent

Nýr flughermir tekinn í notkun

Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskips ásamt Baldvini Birgissyni.
Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskips ásamt Baldvini Birgissyni.
Flugskóli Íslands hefur látið uppfæra flughermi sinn sem mun gerbreyta allri þjálfun flugnema hér á landi. Flughermirinn var uppfærður hjá franska framleiðandanum ALSIM og sá Eimskip um að flytja flugherminn til uppfærslu í Frakklandi og aftur heim til Íslands.

„Flughermirinn er mikil bylting í flugkennslu og mun fylgja eftir þeirri framþróun sem orðið hefur í flugstjórnun á síðustu árum. Gamli hermirinn hafði verið í samfelldri notkun síðustu níu ár og það var kominn tími til að senda hann út og láta uppfæra hann," segir Baldvin Birgisson, skólastjóri Flugskóla Íslands, í tilkynningu.

Nýi hermirinn líkir eftir fimm tegundum flugvéla: litlum einhreyfils kennsluflugvélum, litlum tveggja hreyfla flugvélum, 50 sæta farþegaflugvélum, áþekkum þeim sem notaðar eru í innanlandsflugi á Íslandi, litlum þotum og einnig um 150 sæta farþegaþotum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×