Misskilningur vegna merkinga á erfðabreyttum matvælum Erla Hlynsdóttir skrifar 25. apríl 2012 12:51 Alltaf skal merkja vörur sem innihalda erfðabreytt efni, sama hversu lítið magnið er. Mynd úr safni Misskilnings hefur gætt hér á landi, bæði meðal neytenda og framleiðenda, vegna merkinga á erfðabreyttum matvælum. Þetta segir matvælafræðingur hjá Matvælastofnun. Engar undantekningar eru á því að merkja skal matvæli ef þau innihalda erðabreytt efni, sama hversu lítið magnið er. Samkvæmt reglugerð sem tók gildi um áramótin skal sérmerkja erfðabreytt matvæli, Í þessari sömu reglugerð segir að ekki þurfi að merkja ef innihaldsefni úr erfðabreyttum lífverum eru 0,9% eða minna af vörunni. Helga Pálsdóttir, matvælafræðingur hjá Matvælastofnun, segir þetta hafa ruglað marga í ríminu. „Ég hef einmitt orðið vör við að það er misskilningur meðal neytenda og framleiðenda með þessa reglu, en ef þú ert að framleiða matvæli og notar erfðabreyttan efnisþátt þá þarftu alltaf að merkja, ef þú notar vísvitandi erfðabreyttan efnisþátt eða innihaldsefni," segir hún. Hins vegar gerist það stundum að matvæli mengast í framleiðsluferlinu, „við flutninga eða af óhjákvæmilegum tæknilegum ástæðum," eins og segir í reglugerðinni. „Þá þarf ekki að merkja sem erfðabreytt ef þessi mengum er ekki í meira mæli en 0,9%," segir Helga. En ef vísvitandi eru notuð erfðabreytt matvæli, þó hlutfall þeirra sé undir 0,9% þá þarf alltaf að merkja vöruna sérstaklega. Erfðabreytt matvæli eru skilgreind þannig að þau eru unnin úr erfðabreyttum lífverum eða eru erfðabreyttar lífverur. „Þannig að ef þú ert með lífveru sem er erfðabreytt og vinnur úr henni efnisþátt eða innihaldsefni og notar í matvæli, þá telst það erfðabreytt matvæli," segir Helga.En eru erfðabreytt matvæli hættuleg? „Það eru mjög skiptar skoðanir á því hvort erfðabreytt matvæli séu hættuleg eða ekki og hvort þau hafi áhrif á okkur eða ekki. Þessi matvæli eru jafn misjöfn og þau eru mörg. Ég ætla ekki að svara því með já-i eða nei-i," segir Helga. Hún bendir á að hjá Matvælastofnun sé unnið eftir reglum Evrópusambandsins. Þar fer fram áhættumat áður en erfðabreytt matvæli eru leyfð á markaði. Evrópusambandið fer þannig yfir matvæli sem eru á markaði í Evrópu. Í Bandaríkjunum gilda aðrar reglur um merkingar. „Þar þarf ekki að merkja því í Bandaríkjunum eru reglurnar þannig að erfðabreytt matvæli eru álitin jafngild óerfðabreyttum matvælum," segir Helga.Tengd frétt:Erfðabreytt matvæli í Nóa Kroppi og Freyju Hrís Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Fleiri fréttir Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Sjá meira
Misskilnings hefur gætt hér á landi, bæði meðal neytenda og framleiðenda, vegna merkinga á erfðabreyttum matvælum. Þetta segir matvælafræðingur hjá Matvælastofnun. Engar undantekningar eru á því að merkja skal matvæli ef þau innihalda erðabreytt efni, sama hversu lítið magnið er. Samkvæmt reglugerð sem tók gildi um áramótin skal sérmerkja erfðabreytt matvæli, Í þessari sömu reglugerð segir að ekki þurfi að merkja ef innihaldsefni úr erfðabreyttum lífverum eru 0,9% eða minna af vörunni. Helga Pálsdóttir, matvælafræðingur hjá Matvælastofnun, segir þetta hafa ruglað marga í ríminu. „Ég hef einmitt orðið vör við að það er misskilningur meðal neytenda og framleiðenda með þessa reglu, en ef þú ert að framleiða matvæli og notar erfðabreyttan efnisþátt þá þarftu alltaf að merkja, ef þú notar vísvitandi erfðabreyttan efnisþátt eða innihaldsefni," segir hún. Hins vegar gerist það stundum að matvæli mengast í framleiðsluferlinu, „við flutninga eða af óhjákvæmilegum tæknilegum ástæðum," eins og segir í reglugerðinni. „Þá þarf ekki að merkja sem erfðabreytt ef þessi mengum er ekki í meira mæli en 0,9%," segir Helga. En ef vísvitandi eru notuð erfðabreytt matvæli, þó hlutfall þeirra sé undir 0,9% þá þarf alltaf að merkja vöruna sérstaklega. Erfðabreytt matvæli eru skilgreind þannig að þau eru unnin úr erfðabreyttum lífverum eða eru erfðabreyttar lífverur. „Þannig að ef þú ert með lífveru sem er erfðabreytt og vinnur úr henni efnisþátt eða innihaldsefni og notar í matvæli, þá telst það erfðabreytt matvæli," segir Helga.En eru erfðabreytt matvæli hættuleg? „Það eru mjög skiptar skoðanir á því hvort erfðabreytt matvæli séu hættuleg eða ekki og hvort þau hafi áhrif á okkur eða ekki. Þessi matvæli eru jafn misjöfn og þau eru mörg. Ég ætla ekki að svara því með já-i eða nei-i," segir Helga. Hún bendir á að hjá Matvælastofnun sé unnið eftir reglum Evrópusambandsins. Þar fer fram áhættumat áður en erfðabreytt matvæli eru leyfð á markaði. Evrópusambandið fer þannig yfir matvæli sem eru á markaði í Evrópu. Í Bandaríkjunum gilda aðrar reglur um merkingar. „Þar þarf ekki að merkja því í Bandaríkjunum eru reglurnar þannig að erfðabreytt matvæli eru álitin jafngild óerfðabreyttum matvælum," segir Helga.Tengd frétt:Erfðabreytt matvæli í Nóa Kroppi og Freyju Hrís
Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Fleiri fréttir Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Sjá meira