Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan 3-2 Valur Kristján Óli Sigurðsson á Stjörnuvelli skrifar 15. júní 2012 10:22 Atli Sveinn Þórarinsson brýtur á Herði Árnasyni og vítaspyrna dæmd. Mynd / Ernir Stjarnan vann fínan sigur á Val í 7. umferð Pepsí-deildar karla í kvöld. Þetta var fyrsti heimsigur Stjörnunnar á tímabilinu en öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik. Stjarnan komst yfir strax á 7. mínútu með fínu skallamarki frá Alexander Scholz. Valsmenn náðu að jafna aðeins 6 mínútum síðar er Tryggvi Bjarnason varð fyrir því óláni að stanga boltann í eigið net eftir fyrirgjöf Rúnar Más Sigurjónssonar. Heimamenn fengu vítaspyrnu á 17. mínútu. Halldór Orri Björnsson ein öruggasta vítaskytta landsins lét Ásgeir Þór Magnússon sem stóð í marki Vals í stað Sindra Snæs Jenssonar verja frá sér. Tryggvi bætti fyrir sjálfsmarkið og kom Stjörnunni aftur í forystu um miðjan fyrri hálfleik með skalla eftir fína hornspyrnu Mads Laudup. Alexander Scholz bætti svo við þriðja marki Stjörnunnar á 41. mínútu eftir mikinn darraðadans í vítateig Vals. Valsmenn gáfust þó ekki upp og náðu að minna muninn fyrir hlé þegar Guðjón Pétur Lýðsson skoraði af harðfylgi eftir langt innkast. Síðari hálfleikur var ekki alveg jafn fjörugur og sá fyrri. Valsmenn voru meira með boltann og sköpuðu sér nokkur ágætis marktækifæri. Vörn Stjörnunnar með Tryggva í fararbroddi náði þó að halda markinu hreinu. Ingvar Jónsson stóð einnig vaktina vel í markinu og varði allt sem á markið kom í síðari hálfleiknum. Stjarnan er eftir sigurinn í kvöld komin upp í 4. sæti deildarinnar og ætlar greinilega að selja sig dýrt í sumar og vera með í toppbaráttunni. Valsmenn náðu ekki að fylgja eftir góðum sigri á Keflavík í síðustu umferð og söknuðu greinilega Sindra Snæs sem hafði varið mark þeirra í fyrstu 6 umferðunum. Daníel Laxdal: Tileinkum konu Tryggva Bjarna sigurinnDaníel Laxdal var sigurreifur í leikslok. „Loksins náum við að halda út leik sem við erum að leiða,“ sagði Daníel sem átti ágætan leik í vörn heimamanna. „Þetta var líka leikur uppá það hvort við ætlum að vera í toppbaráttunni eða í miðjumoði eins og við höfum oft verið í. Ég vill svo koma því á framfæri að þessi sigur er fyrir konuna hans Tryggva Bjarna sem á afmæli í dag,“ sagði hinn geðþekki fyrirliði Stjörnunnar. Bjarni Jó: Búin að vera erfið vikaBjarni Jóhannsson þjálfari Stjörnunnar var í skýjunum með sigur sinna manna á Val í kvöld. „Þetta var þrautinni þyngri sigur og það hefur tekið okkur tíma að venjast þessu nýja grasi sem er miklu betra en það gamla sem var löngu orðið handónýtt. Það er búið að vera mikið vesen á okkur í vikunni bæði meiðsla og veikindalega séð. Ég tók sénsinn á nokkrum mönnum hér í kvöld og þess vegna vorum við kannski orðnir ansi þreyttir hérna í lokin.“ Bjarni hrósaði Kenni Chopart í leikslok. „Hann er samanrekinn og sterkur og mér fannst hann standa sig vel í dag.“ A Aðspurður hvort Stjarnan ætlaði sér ekki að vera í toppbaráttunni í sumar sagði Bjarni. „Við stilltum þessum leik þannig upp að með sigri gætum við stimplað okkur inn í toppbaráttuna. Kristján Guðmunds: Fjörugur og skemmtilegur leikur„Mér fannst þetta mjög fjörugur leikur það var allt upp í loft. Ásgeir hélt okkur inní leiknum með því að verja vítið og seinni hálfleik sköpuðum við okkur fullt af færum sem við náðum því miður ekki að nýta.“ Ásgeir Þór Magnússon var í marki Vals í stað Sindra Snæs Jenssonar en ástæðuna fyrir því sagði Kristján vera smávægileg meiðsl. Varðandi skiptinguna á Rúnari Má sem hafði verið sprækur sagði Kristján. „Við vorum í 18 tíma ferðalagi norður í bikar fyrir viku og hann fór til Noregs daginn eftir og spilaði þar á gervigrasi. Við ætluðum að taka hann fyrr útaf því við verðum að passa uppá menn í svona álagi því næsti leikur er strax á miðvikudaginn.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Fleiri fréttir Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Sjá meira
Stjarnan vann fínan sigur á Val í 7. umferð Pepsí-deildar karla í kvöld. Þetta var fyrsti heimsigur Stjörnunnar á tímabilinu en öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik. Stjarnan komst yfir strax á 7. mínútu með fínu skallamarki frá Alexander Scholz. Valsmenn náðu að jafna aðeins 6 mínútum síðar er Tryggvi Bjarnason varð fyrir því óláni að stanga boltann í eigið net eftir fyrirgjöf Rúnar Más Sigurjónssonar. Heimamenn fengu vítaspyrnu á 17. mínútu. Halldór Orri Björnsson ein öruggasta vítaskytta landsins lét Ásgeir Þór Magnússon sem stóð í marki Vals í stað Sindra Snæs Jenssonar verja frá sér. Tryggvi bætti fyrir sjálfsmarkið og kom Stjörnunni aftur í forystu um miðjan fyrri hálfleik með skalla eftir fína hornspyrnu Mads Laudup. Alexander Scholz bætti svo við þriðja marki Stjörnunnar á 41. mínútu eftir mikinn darraðadans í vítateig Vals. Valsmenn gáfust þó ekki upp og náðu að minna muninn fyrir hlé þegar Guðjón Pétur Lýðsson skoraði af harðfylgi eftir langt innkast. Síðari hálfleikur var ekki alveg jafn fjörugur og sá fyrri. Valsmenn voru meira með boltann og sköpuðu sér nokkur ágætis marktækifæri. Vörn Stjörnunnar með Tryggva í fararbroddi náði þó að halda markinu hreinu. Ingvar Jónsson stóð einnig vaktina vel í markinu og varði allt sem á markið kom í síðari hálfleiknum. Stjarnan er eftir sigurinn í kvöld komin upp í 4. sæti deildarinnar og ætlar greinilega að selja sig dýrt í sumar og vera með í toppbaráttunni. Valsmenn náðu ekki að fylgja eftir góðum sigri á Keflavík í síðustu umferð og söknuðu greinilega Sindra Snæs sem hafði varið mark þeirra í fyrstu 6 umferðunum. Daníel Laxdal: Tileinkum konu Tryggva Bjarna sigurinnDaníel Laxdal var sigurreifur í leikslok. „Loksins náum við að halda út leik sem við erum að leiða,“ sagði Daníel sem átti ágætan leik í vörn heimamanna. „Þetta var líka leikur uppá það hvort við ætlum að vera í toppbaráttunni eða í miðjumoði eins og við höfum oft verið í. Ég vill svo koma því á framfæri að þessi sigur er fyrir konuna hans Tryggva Bjarna sem á afmæli í dag,“ sagði hinn geðþekki fyrirliði Stjörnunnar. Bjarni Jó: Búin að vera erfið vikaBjarni Jóhannsson þjálfari Stjörnunnar var í skýjunum með sigur sinna manna á Val í kvöld. „Þetta var þrautinni þyngri sigur og það hefur tekið okkur tíma að venjast þessu nýja grasi sem er miklu betra en það gamla sem var löngu orðið handónýtt. Það er búið að vera mikið vesen á okkur í vikunni bæði meiðsla og veikindalega séð. Ég tók sénsinn á nokkrum mönnum hér í kvöld og þess vegna vorum við kannski orðnir ansi þreyttir hérna í lokin.“ Bjarni hrósaði Kenni Chopart í leikslok. „Hann er samanrekinn og sterkur og mér fannst hann standa sig vel í dag.“ A Aðspurður hvort Stjarnan ætlaði sér ekki að vera í toppbaráttunni í sumar sagði Bjarni. „Við stilltum þessum leik þannig upp að með sigri gætum við stimplað okkur inn í toppbaráttuna. Kristján Guðmunds: Fjörugur og skemmtilegur leikur„Mér fannst þetta mjög fjörugur leikur það var allt upp í loft. Ásgeir hélt okkur inní leiknum með því að verja vítið og seinni hálfleik sköpuðum við okkur fullt af færum sem við náðum því miður ekki að nýta.“ Ásgeir Þór Magnússon var í marki Vals í stað Sindra Snæs Jenssonar en ástæðuna fyrir því sagði Kristján vera smávægileg meiðsl. Varðandi skiptinguna á Rúnari Má sem hafði verið sprækur sagði Kristján. „Við vorum í 18 tíma ferðalagi norður í bikar fyrir viku og hann fór til Noregs daginn eftir og spilaði þar á gervigrasi. Við ætluðum að taka hann fyrr útaf því við verðum að passa uppá menn í svona álagi því næsti leikur er strax á miðvikudaginn.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Fleiri fréttir Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Sjá meira