Íslenski boltinn

Pepsimörkin í beinni á Vísi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikjum kvöldsins í 3. umferð Pepsi-deild karla verða gerð skil í Pepsimörkunum á Stöð 2 Sport og verður hægt að sjá þáttinn í beinni útsendingu hér á Vísi. Þátturinn hefst klukkan 22.00.

Hörður Magnússon stjórnar þættinum að vanda og fer yfir gang mála í leikjunum með þeim Tómasi Inga Tómassyni og Reyni Leóssyni. Öll mörkin úr leikjunum sex verða sýnd og það verður farið yfir umdeild atvik. Þá verða sýnd viðtöl við leikmenn og þjálfara.

Hægt er að fylgjast með útsendingunni með því að smella á hlekkinn hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×