Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, sló á létta strengi í samtali við blaðamenn eftir tapið gegn Val í Pepsi-deild karla í kvöld. Hann var þrátt fyrir tapið sáttur við frammistöðu sinna manna og sagði að það eina sem vantaði væru mörkin.
Hann var spurður hvort hann hefði áhyggjur af því að liðið þyrfti að bíða lengi eftir fyrsta sigrinum í sumar, rétt eins og í fyrra.
„Við erum rétt byrjaðir og þið skuluð gefa mér smá breik áður en við förum að ræða um hverjir verða reknir og ráðnir. Við skulum vakna fyrst í fyrramálið og þá getum við byrjað á því."
„Það breytist allt í fótboltanum. Eins og Kaffibrúsakallarnir sögðu - þú segir tvö orð fyrir framan prestinn og þá ertu kvæntur. Svo segir þú tvö orð upp úr svefni og þá ertu skilinn," sagði hann í léttum dúr.
Viðtalið má lesa í heild sinni hér fyrir neðan, sem og umfjöllun og önnur viðtöl.
Þorvaldur vísaði í Kaffibrúsakallana

Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 0-1 | Varnarsigur Valsmanna
Ásgeir Þór Ingólfsson tryggði Val 1-0 sigur á Fram þegar að fyrstu umferð Pepsi-deildar karla lauk á Laugardalsvellinum í kvöld.