Innlent

Frakki á feykihraða

Lögreglan í Borgarnesi stöðvaði franskan ferðamann á Snæfellsnesvegi í kvöld á 118 kílómetra hraða en þar er 90 kílómetra hámarkshraði. Samkvæmt sektarreikni Umferðarstofu á ökumaðurinn 50 þúsund króna sekt yfir höfði sér. Lögregla segir að þeir ökumenn sem hafi verið teknir á síðustu dögum hafi verið að mælast á meiri hraða en síðustu mánuði. Það er líklega vegna þess að betra veður er úti og þá eiga ökumenn það til að stíga fastar á bensíngjöfina, að sögn varðstjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×