Sækja olíurisarnir um Austur-Grænland? Kristján Már Unnarsson skrifar 12. desember 2012 18:53 Á næstu dögum skýrist hvort stærstu olíurisar heimsins verða í hópi þeirra sem sækja um olíuleit við Austur-Grænland, - beint norður af Íslandi. Nærri þrjátíu íslensk fyrirtæki og stofnanir búa sig undir að ná þjónustuverkefnum. Margir spá því að ekki aðeins Drekasvæðið verði stórt fyrir Ísland, - það verði einnig olíusvæðin við austurströnd Grænlands. Fyrir Grænlendinga, og ekki síður Íslendinga, verður því spennandi að sjá hversu mikil áhugi verður hjá olíufélögum og þá hvort einhverjir af olíurisum heimsins verða í hópi umsækjenda. Mörg stærstu nöfnin eru í forgangshópi bjóðenda, þar á meðal ExxonMobil, Statoil, BP, Chevron og Shell, en umsóknarfrestur rennur út í vikulok. Heimsókn ráðamanna skoska félagsins Asco til Íslands í vor, og viljayfirlýsingar þeirra við þrjár íslenskar hafnir í samstarfi við Olíudreifingu ehf., sýna að Ísland er talið verða í lykilhlutverki. Höfnin sem þetta stærsta þjónustufyrirtæki heims við olíuborpalla rekur í bænum Sandnessjöen í Norður-Noregi, og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði, er dæmi um það umfang sem fylgir starfsemi af þessu tagi. Norðanlands hafa Eyfirðingar hafið markaðsátak til að tryggja að Akureyri fái bita af kökunni og hélt Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar fjölsóttan fund í bænum í síðasta mánuði um málið. 25 aðilar hafa þegar slegist í hópinn með Atvinnuþróunarfélaginu, þeirra á meðal Eimskip, Slippurinn, Íslandsbanki, Arionbanki, Akureyrarbær, Háskólinn á Akureyri, Norlandair og verkfræðistofurnar Mannvit og Efla. Framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, segir gríðarleg tækifæri framundan á Austur-Grænlandi. Akureyrarbær, með þróaða innviði eins og höfn, alþjóðaflugvöll, sjúkrahús og hótel, sé nærtækasti byggðakjarninn til að þjónusta starfsemina. Þess er skemmst að minnast að floti olíurannsóknaskipa af Drekasvæðinu nýtti Akureyri sem þjónustuhöfn síðastliðið sumar, eins og sjá má í þessari frétt. Tengdar fréttir Kínverjar vilja fjárfesta í umskipunarhöfn á Íslandi Kínverjar hafa rætt við íslensk stjórnvöld um að byggja hafnarmannvirki á Íslandi vegna siglinga yfir Norðurskautið. Þetta upplýsir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra en á ráðstefnu í dag sagði hann mestu viðskiptatækifæri Íslendinga á þessari öld tengjast heimskautasvæðunum. Salurinn á Grand hótel Reykjavík var þéttsetinn á ráðstefnu sem utanríkisráðuneytið, Samtök atvinnulífsins og Íslandsstofa efndu til um sóknarfæri á norðurslóðum. 22. nóvember 2012 20:13 Norðmenn skoða Ísland sem þjónustumiðstöð olíuleitar Norðmenn gera í nýrri skýrslu um olíuleit á Noregshluta Jan Mayen-hryggjarins ráð fyrir þeim möguleika að þjónustunni verði sinnt frá Íslandi. Þrefalt lengra er að þjónusta borpalla frá Noregi. Það eru ekki bara Íslendingar sem áforma olíuleit á Jan Mayen-svæðinu. Norðmenn eru einng komnir á fullt við að undirbúa leit sín megin og miðað við þann kraft sem þeir hafa nú sett í málið gæti svo farið að þeir verði fyrri til að hefja boranir á svæðinu, jafnvel árið 2017. 12. nóvember 2012 18:51 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Sjá meira
Á næstu dögum skýrist hvort stærstu olíurisar heimsins verða í hópi þeirra sem sækja um olíuleit við Austur-Grænland, - beint norður af Íslandi. Nærri þrjátíu íslensk fyrirtæki og stofnanir búa sig undir að ná þjónustuverkefnum. Margir spá því að ekki aðeins Drekasvæðið verði stórt fyrir Ísland, - það verði einnig olíusvæðin við austurströnd Grænlands. Fyrir Grænlendinga, og ekki síður Íslendinga, verður því spennandi að sjá hversu mikil áhugi verður hjá olíufélögum og þá hvort einhverjir af olíurisum heimsins verða í hópi umsækjenda. Mörg stærstu nöfnin eru í forgangshópi bjóðenda, þar á meðal ExxonMobil, Statoil, BP, Chevron og Shell, en umsóknarfrestur rennur út í vikulok. Heimsókn ráðamanna skoska félagsins Asco til Íslands í vor, og viljayfirlýsingar þeirra við þrjár íslenskar hafnir í samstarfi við Olíudreifingu ehf., sýna að Ísland er talið verða í lykilhlutverki. Höfnin sem þetta stærsta þjónustufyrirtæki heims við olíuborpalla rekur í bænum Sandnessjöen í Norður-Noregi, og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði, er dæmi um það umfang sem fylgir starfsemi af þessu tagi. Norðanlands hafa Eyfirðingar hafið markaðsátak til að tryggja að Akureyri fái bita af kökunni og hélt Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar fjölsóttan fund í bænum í síðasta mánuði um málið. 25 aðilar hafa þegar slegist í hópinn með Atvinnuþróunarfélaginu, þeirra á meðal Eimskip, Slippurinn, Íslandsbanki, Arionbanki, Akureyrarbær, Háskólinn á Akureyri, Norlandair og verkfræðistofurnar Mannvit og Efla. Framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, segir gríðarleg tækifæri framundan á Austur-Grænlandi. Akureyrarbær, með þróaða innviði eins og höfn, alþjóðaflugvöll, sjúkrahús og hótel, sé nærtækasti byggðakjarninn til að þjónusta starfsemina. Þess er skemmst að minnast að floti olíurannsóknaskipa af Drekasvæðinu nýtti Akureyri sem þjónustuhöfn síðastliðið sumar, eins og sjá má í þessari frétt.
Tengdar fréttir Kínverjar vilja fjárfesta í umskipunarhöfn á Íslandi Kínverjar hafa rætt við íslensk stjórnvöld um að byggja hafnarmannvirki á Íslandi vegna siglinga yfir Norðurskautið. Þetta upplýsir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra en á ráðstefnu í dag sagði hann mestu viðskiptatækifæri Íslendinga á þessari öld tengjast heimskautasvæðunum. Salurinn á Grand hótel Reykjavík var þéttsetinn á ráðstefnu sem utanríkisráðuneytið, Samtök atvinnulífsins og Íslandsstofa efndu til um sóknarfæri á norðurslóðum. 22. nóvember 2012 20:13 Norðmenn skoða Ísland sem þjónustumiðstöð olíuleitar Norðmenn gera í nýrri skýrslu um olíuleit á Noregshluta Jan Mayen-hryggjarins ráð fyrir þeim möguleika að þjónustunni verði sinnt frá Íslandi. Þrefalt lengra er að þjónusta borpalla frá Noregi. Það eru ekki bara Íslendingar sem áforma olíuleit á Jan Mayen-svæðinu. Norðmenn eru einng komnir á fullt við að undirbúa leit sín megin og miðað við þann kraft sem þeir hafa nú sett í málið gæti svo farið að þeir verði fyrri til að hefja boranir á svæðinu, jafnvel árið 2017. 12. nóvember 2012 18:51 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Sjá meira
Kínverjar vilja fjárfesta í umskipunarhöfn á Íslandi Kínverjar hafa rætt við íslensk stjórnvöld um að byggja hafnarmannvirki á Íslandi vegna siglinga yfir Norðurskautið. Þetta upplýsir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra en á ráðstefnu í dag sagði hann mestu viðskiptatækifæri Íslendinga á þessari öld tengjast heimskautasvæðunum. Salurinn á Grand hótel Reykjavík var þéttsetinn á ráðstefnu sem utanríkisráðuneytið, Samtök atvinnulífsins og Íslandsstofa efndu til um sóknarfæri á norðurslóðum. 22. nóvember 2012 20:13
Norðmenn skoða Ísland sem þjónustumiðstöð olíuleitar Norðmenn gera í nýrri skýrslu um olíuleit á Noregshluta Jan Mayen-hryggjarins ráð fyrir þeim möguleika að þjónustunni verði sinnt frá Íslandi. Þrefalt lengra er að þjónusta borpalla frá Noregi. Það eru ekki bara Íslendingar sem áforma olíuleit á Jan Mayen-svæðinu. Norðmenn eru einng komnir á fullt við að undirbúa leit sín megin og miðað við þann kraft sem þeir hafa nú sett í málið gæti svo farið að þeir verði fyrri til að hefja boranir á svæðinu, jafnvel árið 2017. 12. nóvember 2012 18:51