Sækja olíurisarnir um Austur-Grænland? Kristján Már Unnarsson skrifar 12. desember 2012 18:53 Á næstu dögum skýrist hvort stærstu olíurisar heimsins verða í hópi þeirra sem sækja um olíuleit við Austur-Grænland, - beint norður af Íslandi. Nærri þrjátíu íslensk fyrirtæki og stofnanir búa sig undir að ná þjónustuverkefnum. Margir spá því að ekki aðeins Drekasvæðið verði stórt fyrir Ísland, - það verði einnig olíusvæðin við austurströnd Grænlands. Fyrir Grænlendinga, og ekki síður Íslendinga, verður því spennandi að sjá hversu mikil áhugi verður hjá olíufélögum og þá hvort einhverjir af olíurisum heimsins verða í hópi umsækjenda. Mörg stærstu nöfnin eru í forgangshópi bjóðenda, þar á meðal ExxonMobil, Statoil, BP, Chevron og Shell, en umsóknarfrestur rennur út í vikulok. Heimsókn ráðamanna skoska félagsins Asco til Íslands í vor, og viljayfirlýsingar þeirra við þrjár íslenskar hafnir í samstarfi við Olíudreifingu ehf., sýna að Ísland er talið verða í lykilhlutverki. Höfnin sem þetta stærsta þjónustufyrirtæki heims við olíuborpalla rekur í bænum Sandnessjöen í Norður-Noregi, og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði, er dæmi um það umfang sem fylgir starfsemi af þessu tagi. Norðanlands hafa Eyfirðingar hafið markaðsátak til að tryggja að Akureyri fái bita af kökunni og hélt Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar fjölsóttan fund í bænum í síðasta mánuði um málið. 25 aðilar hafa þegar slegist í hópinn með Atvinnuþróunarfélaginu, þeirra á meðal Eimskip, Slippurinn, Íslandsbanki, Arionbanki, Akureyrarbær, Háskólinn á Akureyri, Norlandair og verkfræðistofurnar Mannvit og Efla. Framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, segir gríðarleg tækifæri framundan á Austur-Grænlandi. Akureyrarbær, með þróaða innviði eins og höfn, alþjóðaflugvöll, sjúkrahús og hótel, sé nærtækasti byggðakjarninn til að þjónusta starfsemina. Þess er skemmst að minnast að floti olíurannsóknaskipa af Drekasvæðinu nýtti Akureyri sem þjónustuhöfn síðastliðið sumar, eins og sjá má í þessari frétt. Tengdar fréttir Kínverjar vilja fjárfesta í umskipunarhöfn á Íslandi Kínverjar hafa rætt við íslensk stjórnvöld um að byggja hafnarmannvirki á Íslandi vegna siglinga yfir Norðurskautið. Þetta upplýsir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra en á ráðstefnu í dag sagði hann mestu viðskiptatækifæri Íslendinga á þessari öld tengjast heimskautasvæðunum. Salurinn á Grand hótel Reykjavík var þéttsetinn á ráðstefnu sem utanríkisráðuneytið, Samtök atvinnulífsins og Íslandsstofa efndu til um sóknarfæri á norðurslóðum. 22. nóvember 2012 20:13 Norðmenn skoða Ísland sem þjónustumiðstöð olíuleitar Norðmenn gera í nýrri skýrslu um olíuleit á Noregshluta Jan Mayen-hryggjarins ráð fyrir þeim möguleika að þjónustunni verði sinnt frá Íslandi. Þrefalt lengra er að þjónusta borpalla frá Noregi. Það eru ekki bara Íslendingar sem áforma olíuleit á Jan Mayen-svæðinu. Norðmenn eru einng komnir á fullt við að undirbúa leit sín megin og miðað við þann kraft sem þeir hafa nú sett í málið gæti svo farið að þeir verði fyrri til að hefja boranir á svæðinu, jafnvel árið 2017. 12. nóvember 2012 18:51 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Á næstu dögum skýrist hvort stærstu olíurisar heimsins verða í hópi þeirra sem sækja um olíuleit við Austur-Grænland, - beint norður af Íslandi. Nærri þrjátíu íslensk fyrirtæki og stofnanir búa sig undir að ná þjónustuverkefnum. Margir spá því að ekki aðeins Drekasvæðið verði stórt fyrir Ísland, - það verði einnig olíusvæðin við austurströnd Grænlands. Fyrir Grænlendinga, og ekki síður Íslendinga, verður því spennandi að sjá hversu mikil áhugi verður hjá olíufélögum og þá hvort einhverjir af olíurisum heimsins verða í hópi umsækjenda. Mörg stærstu nöfnin eru í forgangshópi bjóðenda, þar á meðal ExxonMobil, Statoil, BP, Chevron og Shell, en umsóknarfrestur rennur út í vikulok. Heimsókn ráðamanna skoska félagsins Asco til Íslands í vor, og viljayfirlýsingar þeirra við þrjár íslenskar hafnir í samstarfi við Olíudreifingu ehf., sýna að Ísland er talið verða í lykilhlutverki. Höfnin sem þetta stærsta þjónustufyrirtæki heims við olíuborpalla rekur í bænum Sandnessjöen í Norður-Noregi, og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði, er dæmi um það umfang sem fylgir starfsemi af þessu tagi. Norðanlands hafa Eyfirðingar hafið markaðsátak til að tryggja að Akureyri fái bita af kökunni og hélt Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar fjölsóttan fund í bænum í síðasta mánuði um málið. 25 aðilar hafa þegar slegist í hópinn með Atvinnuþróunarfélaginu, þeirra á meðal Eimskip, Slippurinn, Íslandsbanki, Arionbanki, Akureyrarbær, Háskólinn á Akureyri, Norlandair og verkfræðistofurnar Mannvit og Efla. Framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, segir gríðarleg tækifæri framundan á Austur-Grænlandi. Akureyrarbær, með þróaða innviði eins og höfn, alþjóðaflugvöll, sjúkrahús og hótel, sé nærtækasti byggðakjarninn til að þjónusta starfsemina. Þess er skemmst að minnast að floti olíurannsóknaskipa af Drekasvæðinu nýtti Akureyri sem þjónustuhöfn síðastliðið sumar, eins og sjá má í þessari frétt.
Tengdar fréttir Kínverjar vilja fjárfesta í umskipunarhöfn á Íslandi Kínverjar hafa rætt við íslensk stjórnvöld um að byggja hafnarmannvirki á Íslandi vegna siglinga yfir Norðurskautið. Þetta upplýsir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra en á ráðstefnu í dag sagði hann mestu viðskiptatækifæri Íslendinga á þessari öld tengjast heimskautasvæðunum. Salurinn á Grand hótel Reykjavík var þéttsetinn á ráðstefnu sem utanríkisráðuneytið, Samtök atvinnulífsins og Íslandsstofa efndu til um sóknarfæri á norðurslóðum. 22. nóvember 2012 20:13 Norðmenn skoða Ísland sem þjónustumiðstöð olíuleitar Norðmenn gera í nýrri skýrslu um olíuleit á Noregshluta Jan Mayen-hryggjarins ráð fyrir þeim möguleika að þjónustunni verði sinnt frá Íslandi. Þrefalt lengra er að þjónusta borpalla frá Noregi. Það eru ekki bara Íslendingar sem áforma olíuleit á Jan Mayen-svæðinu. Norðmenn eru einng komnir á fullt við að undirbúa leit sín megin og miðað við þann kraft sem þeir hafa nú sett í málið gæti svo farið að þeir verði fyrri til að hefja boranir á svæðinu, jafnvel árið 2017. 12. nóvember 2012 18:51 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Kínverjar vilja fjárfesta í umskipunarhöfn á Íslandi Kínverjar hafa rætt við íslensk stjórnvöld um að byggja hafnarmannvirki á Íslandi vegna siglinga yfir Norðurskautið. Þetta upplýsir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra en á ráðstefnu í dag sagði hann mestu viðskiptatækifæri Íslendinga á þessari öld tengjast heimskautasvæðunum. Salurinn á Grand hótel Reykjavík var þéttsetinn á ráðstefnu sem utanríkisráðuneytið, Samtök atvinnulífsins og Íslandsstofa efndu til um sóknarfæri á norðurslóðum. 22. nóvember 2012 20:13
Norðmenn skoða Ísland sem þjónustumiðstöð olíuleitar Norðmenn gera í nýrri skýrslu um olíuleit á Noregshluta Jan Mayen-hryggjarins ráð fyrir þeim möguleika að þjónustunni verði sinnt frá Íslandi. Þrefalt lengra er að þjónusta borpalla frá Noregi. Það eru ekki bara Íslendingar sem áforma olíuleit á Jan Mayen-svæðinu. Norðmenn eru einng komnir á fullt við að undirbúa leit sín megin og miðað við þann kraft sem þeir hafa nú sett í málið gæti svo farið að þeir verði fyrri til að hefja boranir á svæðinu, jafnvel árið 2017. 12. nóvember 2012 18:51