Eir þarf "þolinmótt fjármagn“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. nóvember 2012 18:30 Til að bregðast við fjárhagsvanda Eirar þarf stofnunin að fá lán til 30 ára upp á tvo milljarða króna eða selja eignir sem þegar eru veðsettar. Báðar leiðir eru torsóttar í augnablikinu. Skipað var sérstakt teymi endurskoðendafyrirtækisins KPMG og lögmannsstofunnar Lex til að leysa fjárhagsvanda Eirar. Hjúkrunarheimilið þarf 2 milljarða króna til að geta staðið við skuldbindingar sínar gagnvart ellilífeyrisþegum sem búa í öryggisíbúðunum sem Eir rekur, en íbúarnir þar hafa allir greitt Eir fyrir svokallaðan íbúðarrétt. Kjarninn í lausn á fjárhagsvanda Eirar snýr að því að útvega þessa 2 milljarða króna, svo hjúkrunarheimilið geti staðið við skuldbindingar sínar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa eftir taldar leiðir verið skoðaðar: Að hjúkrunarheimilið taki 2 milljarða króna lán til 30 ára. Svokallað „þolinmótt fjármagn." Þessi leið er ekki auðsótt, enda eru flestar eignir Eirar þegar veðsettar lánastofnunum og þeir sem eru reiðubúnir að lána vilja eðlilega fá traustar tryggingar fyrir slíkum lánum. Önnur leið er að selja eignir, þ.e hluta þeirra fasteigna sem hjúkrunarheimilið á en þar er í raun við sama vandamál að glíma. Stór hluti þessara eigna er veðsettur lánastofnunum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa þreifingar við hugsanlega kaupendur ekki skilað árangri. Þriðja leiðin sem hefur verið skoðuð er aðkoma ríkisins og verður sú leið ekki farin nema öll önnur úrræði þrýtur. Fjármála- og efnahagsráðherra sagði hins vegar fyrir helgi að það væri ekki sjálfgefið að sjálfseignarstofnun eins og Eir gæti leitað í faðm ríkisins þegar hún lendir í ógöngum. Ráðherrann vill því stíga varlega til jarðar þegar aðkoma ríkisins er rædd á þessum nótum. Ljóst er af framansögðu að engar einfaldar eða sársaukalausar lausnir eru til á fjárhagsvanda Eirar. Enn um sinn þurfa því skjólstæðingar hjúkrunarheimilisins að bíða í óvissu um hvað framtíðin ber í skauti sér. Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um brottfararstöð komið til Alþingis „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira
Til að bregðast við fjárhagsvanda Eirar þarf stofnunin að fá lán til 30 ára upp á tvo milljarða króna eða selja eignir sem þegar eru veðsettar. Báðar leiðir eru torsóttar í augnablikinu. Skipað var sérstakt teymi endurskoðendafyrirtækisins KPMG og lögmannsstofunnar Lex til að leysa fjárhagsvanda Eirar. Hjúkrunarheimilið þarf 2 milljarða króna til að geta staðið við skuldbindingar sínar gagnvart ellilífeyrisþegum sem búa í öryggisíbúðunum sem Eir rekur, en íbúarnir þar hafa allir greitt Eir fyrir svokallaðan íbúðarrétt. Kjarninn í lausn á fjárhagsvanda Eirar snýr að því að útvega þessa 2 milljarða króna, svo hjúkrunarheimilið geti staðið við skuldbindingar sínar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa eftir taldar leiðir verið skoðaðar: Að hjúkrunarheimilið taki 2 milljarða króna lán til 30 ára. Svokallað „þolinmótt fjármagn." Þessi leið er ekki auðsótt, enda eru flestar eignir Eirar þegar veðsettar lánastofnunum og þeir sem eru reiðubúnir að lána vilja eðlilega fá traustar tryggingar fyrir slíkum lánum. Önnur leið er að selja eignir, þ.e hluta þeirra fasteigna sem hjúkrunarheimilið á en þar er í raun við sama vandamál að glíma. Stór hluti þessara eigna er veðsettur lánastofnunum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa þreifingar við hugsanlega kaupendur ekki skilað árangri. Þriðja leiðin sem hefur verið skoðuð er aðkoma ríkisins og verður sú leið ekki farin nema öll önnur úrræði þrýtur. Fjármála- og efnahagsráðherra sagði hins vegar fyrir helgi að það væri ekki sjálfgefið að sjálfseignarstofnun eins og Eir gæti leitað í faðm ríkisins þegar hún lendir í ógöngum. Ráðherrann vill því stíga varlega til jarðar þegar aðkoma ríkisins er rædd á þessum nótum. Ljóst er af framansögðu að engar einfaldar eða sársaukalausar lausnir eru til á fjárhagsvanda Eirar. Enn um sinn þurfa því skjólstæðingar hjúkrunarheimilisins að bíða í óvissu um hvað framtíðin ber í skauti sér.
Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um brottfararstöð komið til Alþingis „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira