Innlent

Um 20 eftirskjálftar hafa mælst

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Skjálftinn varð skammt frá Krýsuvík.
Skjálftinn varð skammt frá Krýsuvík. mynd/ pjetur.
Tæplega 20 eftirskjálftar hafa mælst eftir að jarðskjálfti upp á 3,7 á Richter varð rétt vestan við Krýsuvík um klukkan 21:13 í kvöld. Allir hafa eftirskjálftarnir mælst innan við tvö stig að stærð, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Stóri skjálftinn fannst víða á Suðvesturlandi, meðal annars í Grindavík, Vatnsleysuströnd og á höfuðborgarsvæðinu.


Tengdar fréttir

Reykvíkingar fundu skjálfta

Jarðskjálfti sem varð nærri Krýsuvík rétt eftir klukkan níu í kvöld fannst greinilega. Samkvæmt bráðabirgðamælingum Veðurstofu Íslands varð skjálftinn klukkan tólf mínútur yfir níu um 2,7 kílómetrum vestnorðvestan af Krýsuvík. Bráðabirgðamælingin sýnir að hann var 3,6 á Richterskvarða. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni varð jarðskjálftafræðingur á vakt enn að reikna út endanlegar niðurstöður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×