Alan Pardew, stjóri Newcastle United, hefur verið valinn besti stjóri tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur verið maðurinn á bak við frábært gengi Newcastle í vetur. Vincent Kompany, fyrirliði Manchester City, var við sama tækifæri kosinn besti leikmaður deildarinnar á þessu tímabili.
Vincent Kompany hefur verið lykilmaður í vörn Manchester City sem er á góðri leið með að vinna sinn fyrsta meistaratitil síðan 1968 en Kompany tók við fyrirliðabandið fyrir þetta tímabili.
Kompany skoraði einnig sigurmarkið í seinni leiknum á móti nágrönnunum í Manchester United. Manchester City liðið hefur aðeins fengið á sig 27 mörk í 37 leikjum á þessu tímabili en liðið hefur haldið hreinu í 17 leikjanna.
Newcastle er í fimmta sæti deildarinnar eins og á góðri leið með að ná sínum besta árangri síðan 2003-04 þegar liðið endaði í 3. sæti undir stjórn Sir Bobby Robson. Newcastle á enn möguleika á sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili.
Alan Pardew tók við Newcastle-liðinu þegar Chris Hughton var rekinn í desember 2010 og liðið endaði í 12. sæti á hans fyrsta tímabili. Hann hefur gert enn betur á þessu tímabili og lykillinn að því var að ná í framherjana Demba Ba og Papiss Cisse til liðsins.
Vincent Kompany besti leikmaðurinn - Pardew stjóri ársins
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak
Enski boltinn


Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins?
Enski boltinn

Netverslun Liverpool hrundi vegna álags
Enski boltinn

Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik
Íslenski boltinn


Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer
Enski boltinn
