Íslenski boltinn

Óskar Pétursson framlengir við Grindavík til 2015

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Óskar Pétursson var lykilmaður í liði Grindavíkur sem bjargaði sér á ótrúlegan hátt frá falli síðasta sumar.
Óskar Pétursson var lykilmaður í liði Grindavíkur sem bjargaði sér á ótrúlegan hátt frá falli síðasta sumar. Mynd / Vilhelm
Óskar Pétursson, markvörður knattspyrnuliðs Grindavíkur, hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2015. Þetta kemur fram á heimasíðu Grindvíkinga.

Óskar hefur verið aðalmarkvörður Grindvíkinga í efstu deild undanfarin þrjú sumar. Hann varði einnig mark Grindavíkur sumarið 2007 í 1. deild þegar félagið tryggði sér á ný sæti á meðal þeirra bestu. Þá var Óskar aðeins 18 ára gamall.

Frammistaða hans síðasta sumar var með miklum ágætum og vakti athygli. Hann var valinn leikmaður ársins hjá félaginu og nýverið hlaut hann verðlaun sem íþróttamaður Grindavíkur.

Óskar hefur spilað 84 meistaraflokksleiki fyrir Grindavík í deild og bikar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×