Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - ÍA 2-1 Kolbeinn Tumi Daðason á Vodafonevellinum skrifar 20. júní 2012 00:01 Mynd/Daníel Valsmenn lögðu Skagamenn að velli 2-1 í leik liðanna á Hlíðarenda í kvöld. Rúnar Már Sigurjónsson skoraði bæði mörk Valsmanna sem voru sterkari aðilinn og lönduðu sanngjörnum sigri. Valsmenn mættu dýrvitlausir til leiks á heimavelli í kvöld en tókst þó ekki að skapa sér opin færi. Leikurinn jafnaðist nokkuð eftir því sem á fyrri hálfleikinn leið en þá kom að þætti Rúnars Más Sigurjónssonar. Hann spólaði sig framhjá þremur varnarmönnum Skagamanna og hamraði knöttinn neðst í markhornið. Frábært mark og verðskulduð forysta. Fyrri hálfleikurinn var stórskemmtilegur, hálffæri á báða bóga en markmenn beggja liða í góðum gír. Í síðari hálfleik hægðist aðeins á leikmönnum beggja liða. Skagamenn sóttu í sig veðrið þrátt fyrir að mark lægi aldrei í loftinu. Einar Logi sendi þá frábæran bolta fyrir markið frá vinstri á kollinn á Garðari Bergmann Gunnlaugssyni sem skallaði boltann af krafti neðst í markhornið. Í kjölfarið galopnaðist leikurinn upp á gátt, hætta skapaðist á báðum endum vallarins þó enn væru opin færi af skornum skammti. Þremur mínútum fyrir leikslok vildu Valsmenn fá vítaspyrnu og virtust hafa nokkuð til síns máls en fengu ekki. Ekki var liðin mínúta þegar Þóroddur dómari flautaði víti. Kolbeinn Kárason fór þá auðveldlega framhjá Kára Ársælssyni sem togaði hann niður. Skagamenn óðir, bæði vildu þeir fá aukaspyrnu í aðdragandanum og fannst brotið eiga sér stað utan teigs. Valsmenn fögnuðu og sá fögnuður magnaðist til muna þegar Rúnar Már skoraði af öryggi úr spyrnunni. Skagamenn reyndu hvað þeir gátu að jafna leikinn og fengu til þess fimm mínútur í viðbótartíma. Þeir gerðu háværa kröfu til vítaspyrnu þegar sóknarmanni Skagamanna var hrint í teignum. Ekkert dæmt og Skagamenn brjálaðir. Ármann Smári náði einnig skalla að marki sem Valsmenn björguðu á marklínu. Inn fór boltinn ekki og Valsmenn fögnuðu stigunum þremur. Þeir eru komnir með tólf stig í 6. sæti deildarinnar. Skagamenn töpuðu sínum öðrum leik í röð og eru í þriðja sæti með fjórtán stig. Bestu menn vallarins voru miðjumenn Valsmanna þeir Haukur Páll og Rúnar Már. Þá átti Matarr Jobe frábæran leik í hjarta varnarinnar. Þórður Þórðar: Það er engin Skagablaðra sprunginÞórður Þórðarson, þjálfari Skagamanna, var allt annað en sáttur við ákvarðanir dómara leiksins í 2-1 tapinu gegn Val á Hlíðarenda í kvöld. „Þetta var virkilega ósanngjarnt. Þeir fá gefins víti. Hlægilegur dómur," sagði Þórður sem taldi ekki um víti að ræða þegar Kári Ársælsson virtist toga Kolbein Kárason niður á vítateig Skagamanna. „Víti? Í fyrsta lagi togar Kári í hann langt fyrir utan teig. Hann sleppir honum svo. Ef hann á að dæma eitthvað á það að vera aukaspyrna," sagði Þórður sem fannst sínir menn eiga að fá aukaspyrnu í aðdraganda vítaspyrnunnar. „Okkar maður var keyrður hérna niður. Hann dæmir hvað eftir annað á alveg eins brot á okkur fyrir framan teiginn. Hann er ekki samkvæmur sjálfum sér," sagði Þórður sem vildi hins vegar fá vítaspyrnu í viðbótartíma þegar Skagamanni virtist hrint í teig Valsmanna. „Það sést best á upptökunum. Okkar maður stekkur upp og það er farið með olnbogann í bakið á honum. Samkvæmt mínum bókum á það að vera víti," sagið Þórður sem tók ekki undir með blaðamanni að Skagamen hefðu verið daprir í fyrri hálfleik. „Ég er ekki sammála því. Fyrstu fimm mínúturnar voru daprar en svo kom mjög dapur spilkafli í 15-20 mínútur. Svo var jafnræði með liðunum. Í seinni hálfleik vorum við ívið sterkari en svona er þetta. Þetta er ekki alltaf sanngjarnt," sagði Þórður sem skipti Gary Martin af velli um miðjan síðari hálfleik. Margir biðu spenntir eftir því að fylgjast með Englendingnum í efstu deild í sumar eftir frábært tímabil með Skaganum í næstefstu deild. „Hans frammistaða var eins og allra annarra leikmanna. Hann var að leggja sig fram. Stundum á maður góðan dag og stundum dapran dag. Svoleiðis er boltinn," segir Þórður sem vill ekki meina að Skagablaðran sé spruning eins og einhverjir sparkspekingar hafa hvíslað sín á milli á kaffistofum landsins. „Var eitthvað búið að blása hana upp? Það voru þá fjölmiðlamenn sem voru að blása hana upp, ekki höfum við verið að gera það. Hún er ekkert sprungin. Okkar frammistaða verðskuldaði að minnsta kosti eitt stig," sagði Þórður. Rúnar Már: Ég var ekkert þreyttur gegn StjörnunniRúnar Már Sigurjónsson var besti maður vallarins og skoraði bæði mörkin í 2-1 heimasigri Vals gegn ÍA. „Við sýndum karakter og héldum okkar skipulagi. Það var gott að þetta hafðist í lokin," sagði Rúnar Már í leikslok. Rúnar Már skoraði gullfallegt mark í fyrri hálfleik þegar hann lék framhjá tveimur varnarmönnum Skagamanna úr kyrrstöðu og svo þeim þriðja áður en hann smellti boltanum í markið. „Þetta er kannski ekki spurning um hraða heldur að lesa leikinn. Sjá hvernig varnarmennirnir koma á þig og fara í hina áttina," sagði Rúnar sem virkar í fantaformi. „Ég var mikið meiddur í vetur en er kominn í fínt form. Ég vil bara spila fótbolta. Þetta er ekki flókið," sagði Rúnar sem var tekinn af velli í 3-2 tapinu gegn Stjörnunni. Kristján þjálfari sagði Rúnar Má hafa verið þreyttan en miðjumaðurinn er ekki sammála. „Ég var ekkert búinn á því. Ég hef reyndar ekkert rætt þetta við Kristján þjálfara. Svona er þetta. Þeir taka ákvarðanirnar og við fylgjum þeim," sagði Rúnar Már og ber greinilega fullt traust til þjálfara sinna. „Þetta mót er galopið og við viljum sérstaklega gera heimavöll okkar að miklu vígi," sagði Rúnar Már. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
Valsmenn lögðu Skagamenn að velli 2-1 í leik liðanna á Hlíðarenda í kvöld. Rúnar Már Sigurjónsson skoraði bæði mörk Valsmanna sem voru sterkari aðilinn og lönduðu sanngjörnum sigri. Valsmenn mættu dýrvitlausir til leiks á heimavelli í kvöld en tókst þó ekki að skapa sér opin færi. Leikurinn jafnaðist nokkuð eftir því sem á fyrri hálfleikinn leið en þá kom að þætti Rúnars Más Sigurjónssonar. Hann spólaði sig framhjá þremur varnarmönnum Skagamanna og hamraði knöttinn neðst í markhornið. Frábært mark og verðskulduð forysta. Fyrri hálfleikurinn var stórskemmtilegur, hálffæri á báða bóga en markmenn beggja liða í góðum gír. Í síðari hálfleik hægðist aðeins á leikmönnum beggja liða. Skagamenn sóttu í sig veðrið þrátt fyrir að mark lægi aldrei í loftinu. Einar Logi sendi þá frábæran bolta fyrir markið frá vinstri á kollinn á Garðari Bergmann Gunnlaugssyni sem skallaði boltann af krafti neðst í markhornið. Í kjölfarið galopnaðist leikurinn upp á gátt, hætta skapaðist á báðum endum vallarins þó enn væru opin færi af skornum skammti. Þremur mínútum fyrir leikslok vildu Valsmenn fá vítaspyrnu og virtust hafa nokkuð til síns máls en fengu ekki. Ekki var liðin mínúta þegar Þóroddur dómari flautaði víti. Kolbeinn Kárason fór þá auðveldlega framhjá Kára Ársælssyni sem togaði hann niður. Skagamenn óðir, bæði vildu þeir fá aukaspyrnu í aðdragandanum og fannst brotið eiga sér stað utan teigs. Valsmenn fögnuðu og sá fögnuður magnaðist til muna þegar Rúnar Már skoraði af öryggi úr spyrnunni. Skagamenn reyndu hvað þeir gátu að jafna leikinn og fengu til þess fimm mínútur í viðbótartíma. Þeir gerðu háværa kröfu til vítaspyrnu þegar sóknarmanni Skagamanna var hrint í teignum. Ekkert dæmt og Skagamenn brjálaðir. Ármann Smári náði einnig skalla að marki sem Valsmenn björguðu á marklínu. Inn fór boltinn ekki og Valsmenn fögnuðu stigunum þremur. Þeir eru komnir með tólf stig í 6. sæti deildarinnar. Skagamenn töpuðu sínum öðrum leik í röð og eru í þriðja sæti með fjórtán stig. Bestu menn vallarins voru miðjumenn Valsmanna þeir Haukur Páll og Rúnar Már. Þá átti Matarr Jobe frábæran leik í hjarta varnarinnar. Þórður Þórðar: Það er engin Skagablaðra sprunginÞórður Þórðarson, þjálfari Skagamanna, var allt annað en sáttur við ákvarðanir dómara leiksins í 2-1 tapinu gegn Val á Hlíðarenda í kvöld. „Þetta var virkilega ósanngjarnt. Þeir fá gefins víti. Hlægilegur dómur," sagði Þórður sem taldi ekki um víti að ræða þegar Kári Ársælsson virtist toga Kolbein Kárason niður á vítateig Skagamanna. „Víti? Í fyrsta lagi togar Kári í hann langt fyrir utan teig. Hann sleppir honum svo. Ef hann á að dæma eitthvað á það að vera aukaspyrna," sagði Þórður sem fannst sínir menn eiga að fá aukaspyrnu í aðdraganda vítaspyrnunnar. „Okkar maður var keyrður hérna niður. Hann dæmir hvað eftir annað á alveg eins brot á okkur fyrir framan teiginn. Hann er ekki samkvæmur sjálfum sér," sagði Þórður sem vildi hins vegar fá vítaspyrnu í viðbótartíma þegar Skagamanni virtist hrint í teig Valsmanna. „Það sést best á upptökunum. Okkar maður stekkur upp og það er farið með olnbogann í bakið á honum. Samkvæmt mínum bókum á það að vera víti," sagið Þórður sem tók ekki undir með blaðamanni að Skagamen hefðu verið daprir í fyrri hálfleik. „Ég er ekki sammála því. Fyrstu fimm mínúturnar voru daprar en svo kom mjög dapur spilkafli í 15-20 mínútur. Svo var jafnræði með liðunum. Í seinni hálfleik vorum við ívið sterkari en svona er þetta. Þetta er ekki alltaf sanngjarnt," sagði Þórður sem skipti Gary Martin af velli um miðjan síðari hálfleik. Margir biðu spenntir eftir því að fylgjast með Englendingnum í efstu deild í sumar eftir frábært tímabil með Skaganum í næstefstu deild. „Hans frammistaða var eins og allra annarra leikmanna. Hann var að leggja sig fram. Stundum á maður góðan dag og stundum dapran dag. Svoleiðis er boltinn," segir Þórður sem vill ekki meina að Skagablaðran sé spruning eins og einhverjir sparkspekingar hafa hvíslað sín á milli á kaffistofum landsins. „Var eitthvað búið að blása hana upp? Það voru þá fjölmiðlamenn sem voru að blása hana upp, ekki höfum við verið að gera það. Hún er ekkert sprungin. Okkar frammistaða verðskuldaði að minnsta kosti eitt stig," sagði Þórður. Rúnar Már: Ég var ekkert þreyttur gegn StjörnunniRúnar Már Sigurjónsson var besti maður vallarins og skoraði bæði mörkin í 2-1 heimasigri Vals gegn ÍA. „Við sýndum karakter og héldum okkar skipulagi. Það var gott að þetta hafðist í lokin," sagði Rúnar Már í leikslok. Rúnar Már skoraði gullfallegt mark í fyrri hálfleik þegar hann lék framhjá tveimur varnarmönnum Skagamanna úr kyrrstöðu og svo þeim þriðja áður en hann smellti boltanum í markið. „Þetta er kannski ekki spurning um hraða heldur að lesa leikinn. Sjá hvernig varnarmennirnir koma á þig og fara í hina áttina," sagði Rúnar sem virkar í fantaformi. „Ég var mikið meiddur í vetur en er kominn í fínt form. Ég vil bara spila fótbolta. Þetta er ekki flókið," sagði Rúnar sem var tekinn af velli í 3-2 tapinu gegn Stjörnunni. Kristján þjálfari sagði Rúnar Má hafa verið þreyttan en miðjumaðurinn er ekki sammála. „Ég var ekkert búinn á því. Ég hef reyndar ekkert rætt þetta við Kristján þjálfara. Svona er þetta. Þeir taka ákvarðanirnar og við fylgjum þeim," sagði Rúnar Már og ber greinilega fullt traust til þjálfara sinna. „Þetta mót er galopið og við viljum sérstaklega gera heimavöll okkar að miklu vígi," sagði Rúnar Már.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira