Enski boltinn

Coyle: Ekki hissa ef Muamba spilaði aftur með okkur

Muamba í leik gegn Man. Utd.
Muamba í leik gegn Man. Utd.
Owen Coyle, stjóri Bolton, segir að það myndi ekki koma sér á óvart ef hann sæi Fabrice Muamba spila fyrir Bolton í framtíðinni. Coyle segir þó að enn sé langt í land hjá leikmanninum.

Þessi 24 ára leikmaður fékk hjartaáfall í leik gegn Tottenham í síðasta mánuði og var lengi efast um að hann myndi lifa það af. Muamba er aftur á móti á fínum batavegi og kominn af spítala.

"Ég fékk skilaboð frá unnustu hans að hann vildi tala við mig. Ég var fljótur að heyra það að hann væri á góðum stað er ég talaði við hann. Það var frábært að heyra í honum," sagði Coyle.

"Fólk verður að átta sig á því að það tekur langan tíma að jafna sig eftir svona áfall. En miðað við hvað Fabrice er mikill baráttuhundur þá kæmi það mér ekki á óvart ef hann spilaði fyrir okkur aftur síðar. Hann þarf samt að hugsa um sjálfan sig fyrst og ná fullri heilsu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×