Innlent

Slasaða konan flutt með þyrlu í bæinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Konan var flutt í bæinn með þyrlu.
Konan var flutt í bæinn með þyrlu.
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti konuna sem slasaðist í svifflugdrekaslysi á slysadeild í Reykjavík. Konan flaug svifdreka á hamra í Núpafjalli, rétt við Hveragerði, um klukkan þrjú í dag. Hún er fótbrotinn. Félagar úr þremur björgunarsveitum fóru að konunni en svo bratt var upp í hamrana að öruggast þótti að láta þyrluna flytja hana til baka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×