Íslenski boltinn

Miklir markaleikir á milli FH og ÍBV síðustu sumur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frá leik FH og ÍBV í fyrra.
Frá leik FH og ÍBV í fyrra. Mynd/Daníel
FH tekur á móti ÍBV klukkan 18.00 í kvöld í Pepsi-deild karla en leikurinn tilheyrir 10. umferð og var frestað í byrjun júlí vegna þátttöku beggja liða í Evrópukeppninni. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Leikir FH og ÍBV undanfarin ár hafa verið afar fjörugir og sem dæmi hafa verið skoruð fimm mörk eða fleiri í síðustu þremur leikjum liðanna í Kaplakrikanum.

Síðan að ÍBV kom upp í efstu deild sumarið 2009 hafa verið skoruð 27 mörk í sex leikjum liðanna eða 4,5 mörk að meðaltali í leik.

Það má því búast við markaveislu í kvöld en úrslitin munu hafa mikil áhrif á lokasprettinn í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. FH-ingar geta stigið stórt skref í átt að Íslandsmeistarabikarnum með sigri en Eyjamenn koma sér á ný inn í titilbaráttuna með því að taka öll þrjú stigin með sér til Eyja.

Síðustu leikir FH og ÍBV í Pepsi-deildinni:

25.9.2011 í Kaplakrika - FH vann 4-2

10.7.2011 í Eyjum - ÍBV vann 3-1

5.8.2010 í Eyjum - FH vann 3-1

20.5.2010 í Kaplakrika - ÍBV vann 3-2

13.9.2009 í Kaplakrika - FH vann 5-0

28.6.2009 í Eyjum - FH vann 3-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×