Erlent

Nýjasta skáldsaga J.K. Rowling komin út

Bókaverslanir opnuðu snemma í Bretlandi í morgun.
Bókaverslanir opnuðu snemma í Bretlandi í morgun. mynd/AP
Nýjasta skáldsaga breska rithöfundarins J.K. Rowling, The Casual Vacancy, kom út í dag. Gríðarleg eftirvænting hefur verið fyrir bókinni en 2.6 milljón eintök af henni seldust í forsölu.

Rowling finnur sig á nýjum slóðum í The Casual Vacancy. Efnistökin eru dramatísk og á köflum átakanleg. Þannig er skáldsagan sniðin að eldri lesendum, þar á meðal þeim sem kynntust veröld bókmenntanna í gegnum galdrapiltinn Harry Potter á sínum tíma.

Skáldsagan kom út á ensku, frönsku og þýsku í dag. Það er útgáfufélagið Bjartur sem annast útgáfu hennar hér á landi. Bókin hefur ekki fengið íslenskan titil en félagið efndi til samkeppni um íslenskt heiti bókarinnar í ágúst. Talið er að bókin komi út í íslenskri þýðingu í nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×