Íslenski boltinn

Guðmundur: Valsliðið það lélegasta sem ég hef mætt

Guðmundur í leik gegn ÍA fyrr í sumar.
Guðmundur í leik gegn ÍA fyrr í sumar. Mynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson
Guðmundur Steinarsson, leikmaður Keflavíkur, var ómyrkur í máli gagnvart bæði dómurum leiks sinna manna gegn Val sem og andstæðingunum sjálfum.

„Annað liðið mætti hingað til að spila fótbolta en hitt til að meiða. Það fékk til þess leyfi frá dómurunum. Þetta Valslið er það lélegasta sem ég hef mætt á ferlinum. Fótboltinn tapaði hér í kvöld," sagði Guðmundur.

Keflavík tapaði fyrir Val á heimavelli í kvöld, 4-0. Umfjöllun og viðtöl má lesa hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Valur 0-4

Valsmenn gerðu sér lítið og unnu 4-0 stórsigur á Keflavík í leik liðanna suður með sjó í kvöld. Gestirnir höfðu töluverða yfirburði, ekki síst eftir að Keflvíkingar misstu Hilmar Geir Eiðsson af velli með rautt spjald um miðjan fyrri hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×