Erlent

Flugslys í Nepal - tveir Danir um borð

Vélin var frá Agni flugfélaginu.
Vélin var frá Agni flugfélaginu.
Að minnsta kosti ellefu fórust í flugslysi í Nepal í nótt þegar vél með 21 mann innanborðs hlekktist á í lendingu í norðurhluta landsins. Að sögn björgunarmanna var um sjö karlmenn að ræða og fjórar konur. Sex komust hinsvegar af, þar á meðal tvö börn að því er fram kemur hjá fréttastofunni Sky.

Danska ríkisútvarpið greinir frá því að tveir Danir hafi verið um borð en óljóst er á þessari stundu hvort þeir séu á meðal þeirra sem komust lífs af eða ekki.

Vélin var að lenda á Jomsom flugvelli en svæðið þar um kring er afar vinsælt á meðal klifurgarpa og göngufólks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×