Íslenski boltinn

Tveir nýliðar í hópnum hjá Lagerbäck

Lars Lagerbäck.
Lars Lagerbäck. mynd/vilhelm
Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, tilkynnti í dag leikmannahóp sinn fyrir vináttulandsleiki gegn Frakklandi og Svíþjóð sem fram fara síðar í mánuðinum.

Lagerbäck valdi 25 leikmenn í hópinn og þar af tvo nýliða. Varnarmanninn Hólmar Örn Eyjólfsson hjá Bochum og markvörð Fram, Ögmund Kristinsson.

Leikurinn við Frakka fer fram á á Stade du Hainaut í Valenciennes en leikurinn við Svía fer fram í Gautaborg, nánar tiltekið á Gamla Ullevi.  Frakkar og Svíar eru hlið við hlið á nýjasta styrkleikalista FIFA, Frakkar í 16. sæti og Svíar í 17. sæti.

Íslendingar og Frakkar hafa mæst 10 sinnum áður hjá A landsliðum karla.  Frakkar hafa farið með sigur sjö sinnum og þrisvar hafa leikar endað með jafntefli.  Leikirnir við Svía hafa hinsvegar verið 14 talsins.  Ísland hefur tvisvar farið með sigur af hólmi, tvisvar hefur verið jafntefli og Svíar hafa sigrað tíu sinnum.

Hópurinn:

Markverðir:

Gunnleifur Gunnleifsson - FH

Hannes Þór Halldórsson - KR

Ögmundur Kristinsson* - Fram

Stefán Logi Magnússon** - Lilleström

Varnarmenn:

Hjálmar Jónsson - IFK Göteborg

Ragnar Sigurðsson - FCK

Sölvi Geir Ottesen - FCK

Hjörtur Logi Valgarðsson - IFK Göteborg

Hallgrímur Jónasson - SönderjyskE

Hólmar Örn Eyjólfsson - Bochum

Birkir Már Sævarsson** - Brann

Bjarni Ólafur Eiríksson** - Stabæk

Miðjumenn:

Aron Einar Gunnarsson - Cardiff

Helgi Valur Daníelsson - AIK

Kári Árnason - Aberdeen

Jóhann Berg Guðmundsson - AZ Alkmaar

Rúrik Gíslason - OB

Eggert Gunnþór Jónsson - Wolves

Ari Freyr Skúlason - Sundsvall

Sóknarmenn:

Birkir Bjarnason - Standard Liege

Kolbeinn Sigþórsson - Ajax

Alfreð Finnbogason - Helsingborg

Gylfi Þór Sigurðsson - Swansea

Eyjólfur Héðinsson - SönderjyskE

Björn Bergmann Sigurðarson** - Lilleström

* er í hópnum gegn Frakklandi

** er í hópnum gegn Svíþjóð




Fleiri fréttir

Sjá meira


×