Erlent

Miklar truflanir á umferðinni um Stórabeltisbrúna

Miklar truflanir voru á umferðinni um Stórabeltisbrúna í nótt eftir að stór rúta valt þar á hliðina við brúarsporðinn í kjölfar áreksturs við vörubíl. Um tíma í morgun þurfti að loka brúnni alveg þegar rútan var fjarlægð af vettvangi.

Áreksturinn varð um þrjúleitið að staðartíma í nótt en aðeins ökumaður rútunnar slasaðist í honum, þó ekki alvarlega.

Lögreglunni tókst að opna aðra akreinina fyrir umferð skömmu eftir áreksturinn en síðan þurfi að loka brúnni alveg í um hálftíma undir morguninn þegar rútan var fjarlægð. Umferðin er nú aftur komin í eðlilegt horf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×