Innlent

Ungir sjálfstæðismenn settu upp skuldaklukku

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Davíð Þorláksson er formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Davíð Þorláksson er formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Gera má ráð fyrir að í árslok verði skuldir hins opinbera 2.400 milljarðar króna, eða um 30 milljónir króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Þá eru ótaldar skuldir opinberra fyrirtækja, svo sem orkufyrirtækja, þó að þær skuldbindingar séu í mörgum tilfellum með ábyrgð hins opinbera. Þetta segir í tilkynningu frá Sambandi ungra sjálfstæðismanna, sem segjast jafnframt harma gríðarlega skuldasöfnun ríkis og sveitarfélaga undanfarin ár.

Til að gefa ungu fólki kost á því að fylgjast með því hvað hið opinbera skuldar, svo það geti byrjað að safna fyrir sköttum framtíðarinnar, hafa ungir sjálfstæðismenn opnað nýjan vef, www.skuldaklukkan.is, sem sýnir skuldahækkunina á hverri sekúndu.

Ungir sjálfstæðismenn segja að skuldasöfnun hafi verið gríðarleg síðustu ár og hafa skuldir hins opinbera hækkað um u.þ.b. 1.900 milljarða síðan árið 2005. Haldi skuldasöfnunin áfram með sama hraða á þessu ári munu skuldirnar aukast um 700 milljónir króna á hverjum einasta degi ársins. Þessar skuldir munu lenda með fullum þunga á framtíðarkynslóðum Íslendinga. Ríki og sveitarfélög þurfa að draga mun meira úr útgjöldum sínum og selja eignir til að snúa þessari þróun við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×