Innlent

"Það hljómar fáránlega en ég hélt að þetta væri löglegt"

Hans Aðalsteinn Helgason í Héraðsdómi Reykjaness í dag.
Hans Aðalsteinn Helgason í Héraðsdómi Reykjaness í dag.
„Ég var bara nítján ára gamall og var ekkert að pæla í neinu. Man í raun ansi lítið eftir þessu öllu." Þetta sagði Hans Aðalsteinn Helgason í Héraðsdómi Reykjaness í dag.

Hans er einn af fimm sakborningum í málinu en þeim er gefið að sök að hafa svikið tugmilljónir úr út Íbúðalánasjóði. Málið tengist vélhjólasamtökunum Fáfni sem og Vítisenglum. Hans neitar sök í málinu.

Hans ítrekaði að hann hefði ekki vitað um að ólöglegt athæfi hefði verið að ræða þegar Vilhjálmur Símon Hjartarson, einn sakborninga, bað hann um afnot af bankareikningi sínum.

Sex og hálf milljón krónur voru lagðar inn á reikninga Hans. Hann sá síðan um koma fjármununum til Vilhjálms.

„Ég veit hversu fáranlega þetta hljómar," sagði Hans. „En ég hélt að þetta væri löglegt."

Hansútskýrði að hann hafi viljað kaupa sér íbúð í Hafnarfirði og hefði leitað til bróður síns til fjármagna kaupin. Slysabætur sem bróðirinn hafði þá nýlega fengið átti að nota til kaupa íbúðina.

„Síðan kom Vilhjálmur og sagði að hann gæti reddað þessu,"sagði Hans. Rúmlega tvær milljónir króna voru lagðar inn á hvern bankareikning Hans.

„Þetta var gert til að búa til veltu á reikningunum. Peningur kemur inn á reikning og fer aftur út. Er það ekki velta?" spurði Hans.

„Síðan var ég bara allt í einu boðaður í skýrslutöku og settur í gæsluvarðhald. Ég hafði ekki hugmynd um hvað væri að gerast."

Hans sagðist hafa verið í óreglu á þessum tíma en brotin áttu sér stað árið 2008. „Ég er edrú núna. Ég vil einbeita mér að fjölskyldunni minni."


Tengdar fréttir

"Ég á lítinn strák núna - ég hef snúið við blaðinu"

Vilhjálmur Símon Hjartarson var fyrstur sakborninga til að gefa vitnisburð í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Hann hefur játað sinn hlut í málinu. Vilhjálmur er einn af fimm sakborningum í málinu en það tengist fjársvikum mótorhjólasamtakanna Fáfni og Vítisenglum.

Vítisenglar í Héraðsdómi - fjárdráttur og fjársvik

Aðalmeðferð í máli fimm manna sem ákærðir eru fyrir stórfelld fjársvik hófst í Héraðsdómi Reykjaness nú í morgun. Fimmmeningunum er gefið að sök að hafa haft með blekkingum milljónir af Íbúðalánasjóði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×