Nauðsynlegt fyrir Íslendinga að líta á björtu hliðarnar Jónas Margeir Ingólfsson skrifar 29. júlí 2012 21:02 Breskur rithöfundur segir það nauðsynlegt að Íslendingar horfi á björtu hliðarnar í heiminum þrátt fyrir efnahagskreppuna. Þjóðin standi betur að vígi en margar evrópuþjóðir. Matt Ridley er breskur rithöfundur og fyrrum vísindaritstjóri tímaritsins The Economist hélt fyrirlestur í Háskóla Íslands á föstudag. Þar ræddi hann m.a. um skoðanir sínar sem birtast í nýjustu bók sinni The Rational Optimist. Hans helsti boðskapur er að mannkynið þurfi ekki að örvænta þrátt fyrir miklar efnahagsþrengingar. Framfarirnar séu enn örar. „Það er gott að vera uppi nú á tímum. Á ævi minni hefur barnadauði dregist saman um 30%, ævilengd hefur aukist um 30% og við höfum þrefaldað tekjur okkar. Þetta eru merkilegar tölur og ég held að þetta haldi áfram, því ég held því fram að einu hömlurnar séu framboðið á hugmyndum. Og þær eru ótæmandi," segir hann. Hann segir Íslendinga vissulega hafa lent í miklum erfiðleikum í hruninu en landið sé nú á réttri leið. „Ég held að þið hafið ýmsa kosti sem mörg evruríkjanna hafa ekki. Þið getið fellt gengið, sem er leið til að verða aftur samkeppnisfær. Ég held því að það sé í gegnum viðskipti sem lönd öðlast aftur velmegun, og leiðin til að auka viðskipti er að verða samkeppnishæf og Ísland er sennilega á réttri leið," segir hann. Matt segir því Íslendinga geta litið björtum augum til framtíðar. Horfa verði á heiminn í stærra samhengi en bara Evrópu. „Öðrum heimshlutum hefur vegnað vel á síðustu fimm árum. Efnahagslíf heimsins dróst saman um innan við eitt prósent árið 2009 og það hefur vaxið um næstum 5% á ári á þessum þrem árum síðan þá. Svo það er miklu auðugra á heimsvísu núna en það var fyrir kreppuna," segir hann. Afríkuríkin hafi til dæmis hagnast mikið síðustu árin. „Við sjáum ótrúlegar tölur frá Afríku. Það er frábært því þetta er aðallega fátækt fólk sem nú verður ríkara. Fátæka fólkið auðgast hraðar en ríka fólkið. Ríku löndin auðgast ekki jafn hratt og áður en fátæku löndin verða ríkari. Það eru góðar fréttir fyrir mannkynið í heild," segir hann. Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Sjá meira
Breskur rithöfundur segir það nauðsynlegt að Íslendingar horfi á björtu hliðarnar í heiminum þrátt fyrir efnahagskreppuna. Þjóðin standi betur að vígi en margar evrópuþjóðir. Matt Ridley er breskur rithöfundur og fyrrum vísindaritstjóri tímaritsins The Economist hélt fyrirlestur í Háskóla Íslands á föstudag. Þar ræddi hann m.a. um skoðanir sínar sem birtast í nýjustu bók sinni The Rational Optimist. Hans helsti boðskapur er að mannkynið þurfi ekki að örvænta þrátt fyrir miklar efnahagsþrengingar. Framfarirnar séu enn örar. „Það er gott að vera uppi nú á tímum. Á ævi minni hefur barnadauði dregist saman um 30%, ævilengd hefur aukist um 30% og við höfum þrefaldað tekjur okkar. Þetta eru merkilegar tölur og ég held að þetta haldi áfram, því ég held því fram að einu hömlurnar séu framboðið á hugmyndum. Og þær eru ótæmandi," segir hann. Hann segir Íslendinga vissulega hafa lent í miklum erfiðleikum í hruninu en landið sé nú á réttri leið. „Ég held að þið hafið ýmsa kosti sem mörg evruríkjanna hafa ekki. Þið getið fellt gengið, sem er leið til að verða aftur samkeppnisfær. Ég held því að það sé í gegnum viðskipti sem lönd öðlast aftur velmegun, og leiðin til að auka viðskipti er að verða samkeppnishæf og Ísland er sennilega á réttri leið," segir hann. Matt segir því Íslendinga geta litið björtum augum til framtíðar. Horfa verði á heiminn í stærra samhengi en bara Evrópu. „Öðrum heimshlutum hefur vegnað vel á síðustu fimm árum. Efnahagslíf heimsins dróst saman um innan við eitt prósent árið 2009 og það hefur vaxið um næstum 5% á ári á þessum þrem árum síðan þá. Svo það er miklu auðugra á heimsvísu núna en það var fyrir kreppuna," segir hann. Afríkuríkin hafi til dæmis hagnast mikið síðustu árin. „Við sjáum ótrúlegar tölur frá Afríku. Það er frábært því þetta er aðallega fátækt fólk sem nú verður ríkara. Fátæka fólkið auðgast hraðar en ríka fólkið. Ríku löndin auðgast ekki jafn hratt og áður en fátæku löndin verða ríkari. Það eru góðar fréttir fyrir mannkynið í heild," segir hann.
Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“