Enski boltinn

Kynþáttafordómakæra Collymore tekin fyrir

Collymore í leik með Liverpool.
Collymore í leik með Liverpool.
Kæra Stan Collymore, fyrrum leikmanns Liverpool, gegn 21 árs gömlum námsmanni var tekinn fyrir hjá dómstólum í Newcastle í dag. Collymore kærði manninn fyrir gróft kynþáttaníð í sinn garð á Twitter.

Maðurinn heitir Joshua Cryer og hann neitar því staðfastlega að hafa verið fordóma í garð Collymore.

Málið mun halda áfram þann 2. apríl næstkomandi. Lögreglan handtók Cryer skömmu eftir að Collymore kærði.

Collymore hefur verið virkur í baráttunni gegn kynþáttafordómum á undanförnum árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×