Íslenski boltinn

Ekki búið að ganga frá vistaskiptum Gary Martin í KR

Gary Martin hefur ekki rætt við KR með formlegum hætti en hann er líklega á leið til félagsins frá ÍA.
Gary Martin hefur ekki rætt við KR með formlegum hætti en hann er líklega á leið til félagsins frá ÍA. Guðmundur Bjarki Halldórsson
Kristinn Kjærnested formaður knattspyrnudeildar KR sagði í samtali við Hjört Hjartarson á Boltanum á X-inu 977 í dag að ekki væri búið að ganga frá vistaskiptum Gary Martin leikmanns ÍA. Eins og fram hefur komið hafa Skagamenn samþykkt tilboð KR-inga í enska framherjann en Kristinn segir að ekkert sé frágengið í þessu máli.

„Það hafa átt sér stað 1-2 símtöl til Skagamanna en það er ekkert klárt. Við munum heyra í Skagamönnum í dag," sagði Kristinn m.a. í viðtalinu. Kristinn sagði ennfremur að Steven Lennon framherji Fram væri ekki á leið í KR eins og staðan væri þessa stundina. Allt viðtalið við Kristinn verður aðgengilegt á Vísi síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×