Fótbolti

Glæsilegt sigurmark Thierry Henry gegn Chicago

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frakkinn Thierry Henry sýndi gamalkunn tilþrif þegar hann skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri New York Red Bulls gegn Chicago Fire í MLS-deildinni í knattspyrnu í kvöld.

Mark Henry var af glæsilegri gerðinni. Tuttugu mínútum fyrir leikslok fékk hann langa sendingu fram þar sem hann var staðsettur utarlega í vítateignum.

Frakkinn tók boltann á brjóstkassann og hamraði með vinstri fæti í fjærhornið, stöngin inn.

Guðlaugur Victor Pálsson var í byrjunarliði New York liðsins en var skipt af velli í síðari hálfleik.

Mark Henry má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×