Hugnast ekki að hafa posa við fossa landsins Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 23. september 2012 18:36 Stór hluti vinsælla ferðamannastaða á landinu eru í einkaeigu. Umhverfisráðherra segir að þörf sé á heildarúttekt á þessum málum og hugnast ekki að hafa posa við alla fossa landsins til að innheimta gjald. Fyrir tveimur vikum viðraði Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra í fréttum okkar hugmyndir sínar um að ríkið eignist allt landið á Geysi í Haukadal en ríkið á í dag 35% af landinu á móti landeigendum og sagði hún það meðal annars vera vegna þess að þetta svæði væri skýr og klár náttúruperla. Samkvæmt upplýsingum frá umhverfisstofnun eru fjölmörg friðlýst svæði og aðrir vinsælir ferðamannastaðir í einkaeigu. Sem dæmi má nefna, Seljalandsfoss, Skógafoss og Kerið á Suðurlandi, Húsafell á Vesturlandi en þar má meðal annars finna Hraunfossa og barnafoss, hæsti foss landsins Glymur í Hvalfirði er í eigu bæði landeigenda og sveitafélagsins en Hornstrandir á Vestfjörðum er að stærstum hluta í einkaeigu. Stór hluti landsins við Mývatn á norðausturlandi er í eigu landeigenda svo sem Hverfjall og Skútustaðagígar. Þá er Dyrhólaey í sameiginlegri eigu sveitafélaga og landeigenda. Önnur svæði svo sem Ásbyrgi, Skaftafell og Gullfoss tilheyra ríkinu auk þjóðgarða við snæfellsjökul og vatnajökul. Svandís segir að hún hafi ekki haft í huga að ríkið keypti önnur svæði en Geysi. „Ég held að þetta þurfi allt að vera til skoðunar og í samhengi. Ég held að það sé rétt að það sé heildarúttekt sem liggi fyrir en umræðan um Geysi hefur verið áberandi því þar er einn af okkar stærstu ferðamannaseglum ef svo má segja," segir Svandís. Inni í þessa úttekt þurfi síðan að koma umræða um gjaldtöku á svæðum en landeigendur á mörgum náttúruperlum hafa sýnt á huga á að innheimta gjald á sínum svæðum til dæmis við Kerið og á Geysi. „Ég held að það væri ekkert sérstaklega skemmtilegt yfirbragð af því að vera með posa við Skógafoss og annan við Seljalandsfoss heldur að þetta væri leyst með öðru móti. Svo hafa sumir bent á það að ef þú ert með gjald við einn foss þá færi ferðamaður á næsta foss þar sem væri ekki gjald svo þetta væri ekki góð leið til að stýra umferðinni," segir Svandís. Þannig sé frekar ástæða til að skoða frekari útfærslu á gistináttagjaldi eða mögulega hugmyndir um Náttúrupassa þar sem ferðamenn borga fyrirfram fyrir aðgang að ákveðnum svæðum. „Ég bara fagna umræðunni vegna þess að ég held að hún sé mikilvæg og ber keim af því að við séum að átta okkur á því að ferðaþjónustan sé slíkur vaxtarsproti að við verðum að koma þessu í skikkanlegan farveg og fara með þá vinnu á uppbyggilegar nótur," segir Svandís. Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Sjá meira
Stór hluti vinsælla ferðamannastaða á landinu eru í einkaeigu. Umhverfisráðherra segir að þörf sé á heildarúttekt á þessum málum og hugnast ekki að hafa posa við alla fossa landsins til að innheimta gjald. Fyrir tveimur vikum viðraði Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra í fréttum okkar hugmyndir sínar um að ríkið eignist allt landið á Geysi í Haukadal en ríkið á í dag 35% af landinu á móti landeigendum og sagði hún það meðal annars vera vegna þess að þetta svæði væri skýr og klár náttúruperla. Samkvæmt upplýsingum frá umhverfisstofnun eru fjölmörg friðlýst svæði og aðrir vinsælir ferðamannastaðir í einkaeigu. Sem dæmi má nefna, Seljalandsfoss, Skógafoss og Kerið á Suðurlandi, Húsafell á Vesturlandi en þar má meðal annars finna Hraunfossa og barnafoss, hæsti foss landsins Glymur í Hvalfirði er í eigu bæði landeigenda og sveitafélagsins en Hornstrandir á Vestfjörðum er að stærstum hluta í einkaeigu. Stór hluti landsins við Mývatn á norðausturlandi er í eigu landeigenda svo sem Hverfjall og Skútustaðagígar. Þá er Dyrhólaey í sameiginlegri eigu sveitafélaga og landeigenda. Önnur svæði svo sem Ásbyrgi, Skaftafell og Gullfoss tilheyra ríkinu auk þjóðgarða við snæfellsjökul og vatnajökul. Svandís segir að hún hafi ekki haft í huga að ríkið keypti önnur svæði en Geysi. „Ég held að þetta þurfi allt að vera til skoðunar og í samhengi. Ég held að það sé rétt að það sé heildarúttekt sem liggi fyrir en umræðan um Geysi hefur verið áberandi því þar er einn af okkar stærstu ferðamannaseglum ef svo má segja," segir Svandís. Inni í þessa úttekt þurfi síðan að koma umræða um gjaldtöku á svæðum en landeigendur á mörgum náttúruperlum hafa sýnt á huga á að innheimta gjald á sínum svæðum til dæmis við Kerið og á Geysi. „Ég held að það væri ekkert sérstaklega skemmtilegt yfirbragð af því að vera með posa við Skógafoss og annan við Seljalandsfoss heldur að þetta væri leyst með öðru móti. Svo hafa sumir bent á það að ef þú ert með gjald við einn foss þá færi ferðamaður á næsta foss þar sem væri ekki gjald svo þetta væri ekki góð leið til að stýra umferðinni," segir Svandís. Þannig sé frekar ástæða til að skoða frekari útfærslu á gistináttagjaldi eða mögulega hugmyndir um Náttúrupassa þar sem ferðamenn borga fyrirfram fyrir aðgang að ákveðnum svæðum. „Ég bara fagna umræðunni vegna þess að ég held að hún sé mikilvæg og ber keim af því að við séum að átta okkur á því að ferðaþjónustan sé slíkur vaxtarsproti að við verðum að koma þessu í skikkanlegan farveg og fara með þá vinnu á uppbyggilegar nótur," segir Svandís.
Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent