Hugnast ekki að hafa posa við fossa landsins Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 23. september 2012 18:36 Stór hluti vinsælla ferðamannastaða á landinu eru í einkaeigu. Umhverfisráðherra segir að þörf sé á heildarúttekt á þessum málum og hugnast ekki að hafa posa við alla fossa landsins til að innheimta gjald. Fyrir tveimur vikum viðraði Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra í fréttum okkar hugmyndir sínar um að ríkið eignist allt landið á Geysi í Haukadal en ríkið á í dag 35% af landinu á móti landeigendum og sagði hún það meðal annars vera vegna þess að þetta svæði væri skýr og klár náttúruperla. Samkvæmt upplýsingum frá umhverfisstofnun eru fjölmörg friðlýst svæði og aðrir vinsælir ferðamannastaðir í einkaeigu. Sem dæmi má nefna, Seljalandsfoss, Skógafoss og Kerið á Suðurlandi, Húsafell á Vesturlandi en þar má meðal annars finna Hraunfossa og barnafoss, hæsti foss landsins Glymur í Hvalfirði er í eigu bæði landeigenda og sveitafélagsins en Hornstrandir á Vestfjörðum er að stærstum hluta í einkaeigu. Stór hluti landsins við Mývatn á norðausturlandi er í eigu landeigenda svo sem Hverfjall og Skútustaðagígar. Þá er Dyrhólaey í sameiginlegri eigu sveitafélaga og landeigenda. Önnur svæði svo sem Ásbyrgi, Skaftafell og Gullfoss tilheyra ríkinu auk þjóðgarða við snæfellsjökul og vatnajökul. Svandís segir að hún hafi ekki haft í huga að ríkið keypti önnur svæði en Geysi. „Ég held að þetta þurfi allt að vera til skoðunar og í samhengi. Ég held að það sé rétt að það sé heildarúttekt sem liggi fyrir en umræðan um Geysi hefur verið áberandi því þar er einn af okkar stærstu ferðamannaseglum ef svo má segja," segir Svandís. Inni í þessa úttekt þurfi síðan að koma umræða um gjaldtöku á svæðum en landeigendur á mörgum náttúruperlum hafa sýnt á huga á að innheimta gjald á sínum svæðum til dæmis við Kerið og á Geysi. „Ég held að það væri ekkert sérstaklega skemmtilegt yfirbragð af því að vera með posa við Skógafoss og annan við Seljalandsfoss heldur að þetta væri leyst með öðru móti. Svo hafa sumir bent á það að ef þú ert með gjald við einn foss þá færi ferðamaður á næsta foss þar sem væri ekki gjald svo þetta væri ekki góð leið til að stýra umferðinni," segir Svandís. Þannig sé frekar ástæða til að skoða frekari útfærslu á gistináttagjaldi eða mögulega hugmyndir um Náttúrupassa þar sem ferðamenn borga fyrirfram fyrir aðgang að ákveðnum svæðum. „Ég bara fagna umræðunni vegna þess að ég held að hún sé mikilvæg og ber keim af því að við séum að átta okkur á því að ferðaþjónustan sé slíkur vaxtarsproti að við verðum að koma þessu í skikkanlegan farveg og fara með þá vinnu á uppbyggilegar nótur," segir Svandís. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Stór hluti vinsælla ferðamannastaða á landinu eru í einkaeigu. Umhverfisráðherra segir að þörf sé á heildarúttekt á þessum málum og hugnast ekki að hafa posa við alla fossa landsins til að innheimta gjald. Fyrir tveimur vikum viðraði Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra í fréttum okkar hugmyndir sínar um að ríkið eignist allt landið á Geysi í Haukadal en ríkið á í dag 35% af landinu á móti landeigendum og sagði hún það meðal annars vera vegna þess að þetta svæði væri skýr og klár náttúruperla. Samkvæmt upplýsingum frá umhverfisstofnun eru fjölmörg friðlýst svæði og aðrir vinsælir ferðamannastaðir í einkaeigu. Sem dæmi má nefna, Seljalandsfoss, Skógafoss og Kerið á Suðurlandi, Húsafell á Vesturlandi en þar má meðal annars finna Hraunfossa og barnafoss, hæsti foss landsins Glymur í Hvalfirði er í eigu bæði landeigenda og sveitafélagsins en Hornstrandir á Vestfjörðum er að stærstum hluta í einkaeigu. Stór hluti landsins við Mývatn á norðausturlandi er í eigu landeigenda svo sem Hverfjall og Skútustaðagígar. Þá er Dyrhólaey í sameiginlegri eigu sveitafélaga og landeigenda. Önnur svæði svo sem Ásbyrgi, Skaftafell og Gullfoss tilheyra ríkinu auk þjóðgarða við snæfellsjökul og vatnajökul. Svandís segir að hún hafi ekki haft í huga að ríkið keypti önnur svæði en Geysi. „Ég held að þetta þurfi allt að vera til skoðunar og í samhengi. Ég held að það sé rétt að það sé heildarúttekt sem liggi fyrir en umræðan um Geysi hefur verið áberandi því þar er einn af okkar stærstu ferðamannaseglum ef svo má segja," segir Svandís. Inni í þessa úttekt þurfi síðan að koma umræða um gjaldtöku á svæðum en landeigendur á mörgum náttúruperlum hafa sýnt á huga á að innheimta gjald á sínum svæðum til dæmis við Kerið og á Geysi. „Ég held að það væri ekkert sérstaklega skemmtilegt yfirbragð af því að vera með posa við Skógafoss og annan við Seljalandsfoss heldur að þetta væri leyst með öðru móti. Svo hafa sumir bent á það að ef þú ert með gjald við einn foss þá færi ferðamaður á næsta foss þar sem væri ekki gjald svo þetta væri ekki góð leið til að stýra umferðinni," segir Svandís. Þannig sé frekar ástæða til að skoða frekari útfærslu á gistináttagjaldi eða mögulega hugmyndir um Náttúrupassa þar sem ferðamenn borga fyrirfram fyrir aðgang að ákveðnum svæðum. „Ég bara fagna umræðunni vegna þess að ég held að hún sé mikilvæg og ber keim af því að við séum að átta okkur á því að ferðaþjónustan sé slíkur vaxtarsproti að við verðum að koma þessu í skikkanlegan farveg og fara með þá vinnu á uppbyggilegar nótur," segir Svandís.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira