Enski boltinn

West Ham aftur á toppinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Maynard fagnar með Joey O'Brien í kvöld.
Maynard fagnar með Joey O'Brien í kvöld. Nordic Photos / Getty
West Ham kom sér aftur á topp ensku B-deildarinnar með 4-1 sigri á Blackpool í kvöld. Alls fóru þrír leikir fram í deildinni.

Þeir James Timkins, Nicky Maynard, Gary O'Neil og Ricardo Vaz Te skoruðu mörk West Ham í kvöld en Kevin Phillips klóraði í bakkann fyrir Blackpool.

West Ham er nú með 60 stig á topnum en Southampton er stigi á eftir og á leik til góða. Birmingham er í þriðja sætinu eftir 3-1 sigur á Barnsley í kvöld.

Þá vann Midddlesbrough mikilvægan sigur á Millwall, 3-1, en Boro er í sjötta sæti deildarinnar. Millwall er hins vegar í nítjánda sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×