Innlent

Ímyndum okkur að opna þyrfti hommaathvarf

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir leikkona.
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir leikkona. mynd/ vilhelm.
„Ímyndum okkur að árásir og ógn við líf samkynhneigðra væri svo útbreitt samfélagsmein að það yrði að opna sérstakt hommaathvarf í miðbæ Reykjavíkur," segir Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, leikkona og stjórnarformaður Kvennaathvarfsins, sem fjallar um kynbundið ofbeldi og Kvennaathvarfið í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag.

Hún segir það vera sorglegt en satt að á Íslandi sé rekið Kvennaathvarf, sem anni ekki eftirspurn „Fjöldi kvenna og barna sem sækja í athvarfið hefur aukist svo mikið undanfarin ár að húsnæðið er sprungið utan af núverandi starfsemi," segir Þórdís Elva.

Fram hefur komið að húsnæði Kvennaathvarfsins sé of lítið fyrir starfsemina, en Þórdís Elva bendir á að lokalausnin felist ekki í því að stækka húsnæði Kvennaathvarfsins, þótt þörfin sé æpandi, heldur með því að taka kynbundið ofbeldi fastari tökum. „Markmiðið ætti að vera að útrýma því, svo einn góðan veðurdag verði hugmyndin um kvennaathvarf jafn fjarstæðukennd og hugmyndin um hommaathvarf eða útlendingaathvar," segir Þórdís Elva loks í greininni sem má lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×