Hommaathvarf í miðbænum Þórdís Elva Þorvaldsdóttir skrifar 20. september 2012 06:00 Ímyndum okkur að líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi gegn fólki af erlendum uppruna væri stjórnlaus samfélagsvandi á Íslandi. Ímyndum okkur að vandamálið næði slíku stigi að það yrði að opna sérstakt útlendingaathvarf sem fólk af erlendu bergi gæti flúið í þegar ofbeldið gengi fram af því. Ímyndum okkur að árásir og ógn við líf samkynhneigðra væri svo útbreitt samfélagsmein að það yrði að opna sérstakt hommaathvarf í miðbæ Reykjavíkur. Eða að íslam-fóbían myndi ná því stigi að múslímar þyrftu að flýja í sérstakt múslímaathvarf til að bjarga sér og börnum sínum frá ofbeldi og kúgun. Flestir fá eflaust óbragð í munninn við tilhugsunina. Opnun athvarfs til að skýla þolendum frá skefjalausu ofbeldi er auðvitað þrautalending. Það ræðst ekki að rót vandans. Bygging og rekstur athvarfs upprætir ekki hatrið og fordómana sem liggja til grundvallar ofbeldinu. Engu að síður er staðan sú að í dag rekum við kvennaathvarf á Íslandi. Ég ætti að vita það, ég er stjórnarformaður þess. Og mér finnst tilvist þess alveg fjarstæðukennd. Jafn fjarstæðukennd og mér þætti hugmyndin um hommaathvarf eða útlendingaathvarf. En burtséð frá afstöðu minni til hugmyndarinnar um kvennaathvarf er raunveruleg og knýjandi þörf fyrir slíkt athvarf á Íslandi í dag. Sorglegt en satt. Ekki nóg með það, heldur annar Kvennaathvarfið varla eftirspurn, þrátt fyrir frábært og óbilandi starf þeirra sem þar vinna. Fjöldi kvenna og barna sem sækja í athvarfið hefur aukist svo mikið undanfarin ár að húsnæðið er sprungið utan af núverandi starfsemi. Áður en ég settist í stjórn Kvennaathvarfsins vissi ég ýmislegt um kynbundið ofbeldi og hafði skrifað heila bók um málefnið. Samt skorti mig ímyndunarafl til að sjá fyrir mér börn, allt niður í fimm vikna gömul, með ofbeldisáverka. Nú veit ég af tilvist þessara barna. Þau koma nefnilega í Kvennaathvarfið með mæðrum sínum þegar þær flýja óbærilegt ofbeldisástand heima fyrir. Á álagstímum í athvarfinu er jafnvel ekki hægt að bjóða þeim rúm til að sofa í. Þá eyða þau nóttinni á dýnu á gólfinu, eða fjölmenna ásamt mæðrum sínum og ókunnugu fólki í einu herbergi. Staðan er óviðunandi á allan hátt. Allt er gert til að koma í veg fyrir að vísa þurfi fólki frá, enda er það einörð afstaða Kvennaathvarfsins að það sé alltaf pláss fyrir alla, þótt herbergin séu full. Dyrnar standa ávallt opnar fyrir þá sem þurfa aðstoð. En einhvers staðar brugðumst við, sem samfélag. Við þurfum að ráðast að rótum vandans. Þegar á hólminn er komið felst lausnin ekki í því að stækka húsnæði Kvennaathvarfsins, þótt þörfin sé æpandi, heldur með því að taka kynbundið ofbeldi fastari tökum. Markmiðið ætti að vera að útrýma því, svo einn góðan veðurdag verði hugmyndin um kvennaathvarf jafn fjarstæðukennd og hugmyndin um hommaathvarf eða útlendingaathvarf. Þangað til þurfum við að horfast í augu við blákaldan veruleikann. Konur og börn flýja ofbeldi á heimilum sínum í hundraðatali á ári hverju. Þau verðskulda mannsæmandi aðstæður, sem núverandi húsnæði Kvennaathvarfsins býður ekki upp á. Þess vegna stendur nú yfir tölusala í þágu Kvennaathvarfsins undir yfirskriftinni Öll með tölu. Ég skora á alla að kaupa sér tölu svo við getum leyst skammtímavanda Kvennaathvarfsins. Í kjölfarið biðla ég til þjóðarinnar að leita að langtímalausn – svo einn daginn verði engin þörf fyrir kvennaathvarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Sjá meira
Ímyndum okkur að líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi gegn fólki af erlendum uppruna væri stjórnlaus samfélagsvandi á Íslandi. Ímyndum okkur að vandamálið næði slíku stigi að það yrði að opna sérstakt útlendingaathvarf sem fólk af erlendu bergi gæti flúið í þegar ofbeldið gengi fram af því. Ímyndum okkur að árásir og ógn við líf samkynhneigðra væri svo útbreitt samfélagsmein að það yrði að opna sérstakt hommaathvarf í miðbæ Reykjavíkur. Eða að íslam-fóbían myndi ná því stigi að múslímar þyrftu að flýja í sérstakt múslímaathvarf til að bjarga sér og börnum sínum frá ofbeldi og kúgun. Flestir fá eflaust óbragð í munninn við tilhugsunina. Opnun athvarfs til að skýla þolendum frá skefjalausu ofbeldi er auðvitað þrautalending. Það ræðst ekki að rót vandans. Bygging og rekstur athvarfs upprætir ekki hatrið og fordómana sem liggja til grundvallar ofbeldinu. Engu að síður er staðan sú að í dag rekum við kvennaathvarf á Íslandi. Ég ætti að vita það, ég er stjórnarformaður þess. Og mér finnst tilvist þess alveg fjarstæðukennd. Jafn fjarstæðukennd og mér þætti hugmyndin um hommaathvarf eða útlendingaathvarf. En burtséð frá afstöðu minni til hugmyndarinnar um kvennaathvarf er raunveruleg og knýjandi þörf fyrir slíkt athvarf á Íslandi í dag. Sorglegt en satt. Ekki nóg með það, heldur annar Kvennaathvarfið varla eftirspurn, þrátt fyrir frábært og óbilandi starf þeirra sem þar vinna. Fjöldi kvenna og barna sem sækja í athvarfið hefur aukist svo mikið undanfarin ár að húsnæðið er sprungið utan af núverandi starfsemi. Áður en ég settist í stjórn Kvennaathvarfsins vissi ég ýmislegt um kynbundið ofbeldi og hafði skrifað heila bók um málefnið. Samt skorti mig ímyndunarafl til að sjá fyrir mér börn, allt niður í fimm vikna gömul, með ofbeldisáverka. Nú veit ég af tilvist þessara barna. Þau koma nefnilega í Kvennaathvarfið með mæðrum sínum þegar þær flýja óbærilegt ofbeldisástand heima fyrir. Á álagstímum í athvarfinu er jafnvel ekki hægt að bjóða þeim rúm til að sofa í. Þá eyða þau nóttinni á dýnu á gólfinu, eða fjölmenna ásamt mæðrum sínum og ókunnugu fólki í einu herbergi. Staðan er óviðunandi á allan hátt. Allt er gert til að koma í veg fyrir að vísa þurfi fólki frá, enda er það einörð afstaða Kvennaathvarfsins að það sé alltaf pláss fyrir alla, þótt herbergin séu full. Dyrnar standa ávallt opnar fyrir þá sem þurfa aðstoð. En einhvers staðar brugðumst við, sem samfélag. Við þurfum að ráðast að rótum vandans. Þegar á hólminn er komið felst lausnin ekki í því að stækka húsnæði Kvennaathvarfsins, þótt þörfin sé æpandi, heldur með því að taka kynbundið ofbeldi fastari tökum. Markmiðið ætti að vera að útrýma því, svo einn góðan veðurdag verði hugmyndin um kvennaathvarf jafn fjarstæðukennd og hugmyndin um hommaathvarf eða útlendingaathvarf. Þangað til þurfum við að horfast í augu við blákaldan veruleikann. Konur og börn flýja ofbeldi á heimilum sínum í hundraðatali á ári hverju. Þau verðskulda mannsæmandi aðstæður, sem núverandi húsnæði Kvennaathvarfsins býður ekki upp á. Þess vegna stendur nú yfir tölusala í þágu Kvennaathvarfsins undir yfirskriftinni Öll með tölu. Ég skora á alla að kaupa sér tölu svo við getum leyst skammtímavanda Kvennaathvarfsins. Í kjölfarið biðla ég til þjóðarinnar að leita að langtímalausn – svo einn daginn verði engin þörf fyrir kvennaathvarf.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun