Hommaathvarf í miðbænum Þórdís Elva Þorvaldsdóttir skrifar 20. september 2012 06:00 Ímyndum okkur að líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi gegn fólki af erlendum uppruna væri stjórnlaus samfélagsvandi á Íslandi. Ímyndum okkur að vandamálið næði slíku stigi að það yrði að opna sérstakt útlendingaathvarf sem fólk af erlendu bergi gæti flúið í þegar ofbeldið gengi fram af því. Ímyndum okkur að árásir og ógn við líf samkynhneigðra væri svo útbreitt samfélagsmein að það yrði að opna sérstakt hommaathvarf í miðbæ Reykjavíkur. Eða að íslam-fóbían myndi ná því stigi að múslímar þyrftu að flýja í sérstakt múslímaathvarf til að bjarga sér og börnum sínum frá ofbeldi og kúgun. Flestir fá eflaust óbragð í munninn við tilhugsunina. Opnun athvarfs til að skýla þolendum frá skefjalausu ofbeldi er auðvitað þrautalending. Það ræðst ekki að rót vandans. Bygging og rekstur athvarfs upprætir ekki hatrið og fordómana sem liggja til grundvallar ofbeldinu. Engu að síður er staðan sú að í dag rekum við kvennaathvarf á Íslandi. Ég ætti að vita það, ég er stjórnarformaður þess. Og mér finnst tilvist þess alveg fjarstæðukennd. Jafn fjarstæðukennd og mér þætti hugmyndin um hommaathvarf eða útlendingaathvarf. En burtséð frá afstöðu minni til hugmyndarinnar um kvennaathvarf er raunveruleg og knýjandi þörf fyrir slíkt athvarf á Íslandi í dag. Sorglegt en satt. Ekki nóg með það, heldur annar Kvennaathvarfið varla eftirspurn, þrátt fyrir frábært og óbilandi starf þeirra sem þar vinna. Fjöldi kvenna og barna sem sækja í athvarfið hefur aukist svo mikið undanfarin ár að húsnæðið er sprungið utan af núverandi starfsemi. Áður en ég settist í stjórn Kvennaathvarfsins vissi ég ýmislegt um kynbundið ofbeldi og hafði skrifað heila bók um málefnið. Samt skorti mig ímyndunarafl til að sjá fyrir mér börn, allt niður í fimm vikna gömul, með ofbeldisáverka. Nú veit ég af tilvist þessara barna. Þau koma nefnilega í Kvennaathvarfið með mæðrum sínum þegar þær flýja óbærilegt ofbeldisástand heima fyrir. Á álagstímum í athvarfinu er jafnvel ekki hægt að bjóða þeim rúm til að sofa í. Þá eyða þau nóttinni á dýnu á gólfinu, eða fjölmenna ásamt mæðrum sínum og ókunnugu fólki í einu herbergi. Staðan er óviðunandi á allan hátt. Allt er gert til að koma í veg fyrir að vísa þurfi fólki frá, enda er það einörð afstaða Kvennaathvarfsins að það sé alltaf pláss fyrir alla, þótt herbergin séu full. Dyrnar standa ávallt opnar fyrir þá sem þurfa aðstoð. En einhvers staðar brugðumst við, sem samfélag. Við þurfum að ráðast að rótum vandans. Þegar á hólminn er komið felst lausnin ekki í því að stækka húsnæði Kvennaathvarfsins, þótt þörfin sé æpandi, heldur með því að taka kynbundið ofbeldi fastari tökum. Markmiðið ætti að vera að útrýma því, svo einn góðan veðurdag verði hugmyndin um kvennaathvarf jafn fjarstæðukennd og hugmyndin um hommaathvarf eða útlendingaathvarf. Þangað til þurfum við að horfast í augu við blákaldan veruleikann. Konur og börn flýja ofbeldi á heimilum sínum í hundraðatali á ári hverju. Þau verðskulda mannsæmandi aðstæður, sem núverandi húsnæði Kvennaathvarfsins býður ekki upp á. Þess vegna stendur nú yfir tölusala í þágu Kvennaathvarfsins undir yfirskriftinni Öll með tölu. Ég skora á alla að kaupa sér tölu svo við getum leyst skammtímavanda Kvennaathvarfsins. Í kjölfarið biðla ég til þjóðarinnar að leita að langtímalausn – svo einn daginn verði engin þörf fyrir kvennaathvarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Ímyndum okkur að líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi gegn fólki af erlendum uppruna væri stjórnlaus samfélagsvandi á Íslandi. Ímyndum okkur að vandamálið næði slíku stigi að það yrði að opna sérstakt útlendingaathvarf sem fólk af erlendu bergi gæti flúið í þegar ofbeldið gengi fram af því. Ímyndum okkur að árásir og ógn við líf samkynhneigðra væri svo útbreitt samfélagsmein að það yrði að opna sérstakt hommaathvarf í miðbæ Reykjavíkur. Eða að íslam-fóbían myndi ná því stigi að múslímar þyrftu að flýja í sérstakt múslímaathvarf til að bjarga sér og börnum sínum frá ofbeldi og kúgun. Flestir fá eflaust óbragð í munninn við tilhugsunina. Opnun athvarfs til að skýla þolendum frá skefjalausu ofbeldi er auðvitað þrautalending. Það ræðst ekki að rót vandans. Bygging og rekstur athvarfs upprætir ekki hatrið og fordómana sem liggja til grundvallar ofbeldinu. Engu að síður er staðan sú að í dag rekum við kvennaathvarf á Íslandi. Ég ætti að vita það, ég er stjórnarformaður þess. Og mér finnst tilvist þess alveg fjarstæðukennd. Jafn fjarstæðukennd og mér þætti hugmyndin um hommaathvarf eða útlendingaathvarf. En burtséð frá afstöðu minni til hugmyndarinnar um kvennaathvarf er raunveruleg og knýjandi þörf fyrir slíkt athvarf á Íslandi í dag. Sorglegt en satt. Ekki nóg með það, heldur annar Kvennaathvarfið varla eftirspurn, þrátt fyrir frábært og óbilandi starf þeirra sem þar vinna. Fjöldi kvenna og barna sem sækja í athvarfið hefur aukist svo mikið undanfarin ár að húsnæðið er sprungið utan af núverandi starfsemi. Áður en ég settist í stjórn Kvennaathvarfsins vissi ég ýmislegt um kynbundið ofbeldi og hafði skrifað heila bók um málefnið. Samt skorti mig ímyndunarafl til að sjá fyrir mér börn, allt niður í fimm vikna gömul, með ofbeldisáverka. Nú veit ég af tilvist þessara barna. Þau koma nefnilega í Kvennaathvarfið með mæðrum sínum þegar þær flýja óbærilegt ofbeldisástand heima fyrir. Á álagstímum í athvarfinu er jafnvel ekki hægt að bjóða þeim rúm til að sofa í. Þá eyða þau nóttinni á dýnu á gólfinu, eða fjölmenna ásamt mæðrum sínum og ókunnugu fólki í einu herbergi. Staðan er óviðunandi á allan hátt. Allt er gert til að koma í veg fyrir að vísa þurfi fólki frá, enda er það einörð afstaða Kvennaathvarfsins að það sé alltaf pláss fyrir alla, þótt herbergin séu full. Dyrnar standa ávallt opnar fyrir þá sem þurfa aðstoð. En einhvers staðar brugðumst við, sem samfélag. Við þurfum að ráðast að rótum vandans. Þegar á hólminn er komið felst lausnin ekki í því að stækka húsnæði Kvennaathvarfsins, þótt þörfin sé æpandi, heldur með því að taka kynbundið ofbeldi fastari tökum. Markmiðið ætti að vera að útrýma því, svo einn góðan veðurdag verði hugmyndin um kvennaathvarf jafn fjarstæðukennd og hugmyndin um hommaathvarf eða útlendingaathvarf. Þangað til þurfum við að horfast í augu við blákaldan veruleikann. Konur og börn flýja ofbeldi á heimilum sínum í hundraðatali á ári hverju. Þau verðskulda mannsæmandi aðstæður, sem núverandi húsnæði Kvennaathvarfsins býður ekki upp á. Þess vegna stendur nú yfir tölusala í þágu Kvennaathvarfsins undir yfirskriftinni Öll með tölu. Ég skora á alla að kaupa sér tölu svo við getum leyst skammtímavanda Kvennaathvarfsins. Í kjölfarið biðla ég til þjóðarinnar að leita að langtímalausn – svo einn daginn verði engin þörf fyrir kvennaathvarf.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar