Innlent

Aldrei fleiri börn í leikskóla

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Börn á leikskóla.
Börn á leikskóla. mynd/ vilhelm.
Rúmlega 19 þúsund börn sóttu leikskóla á Íslandi í desember síðastliðnum og hafa þau aldrei verið fleiri. Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur leikskólabörnum fjölgað um 198 frá desember árið á undan, eða um 1%. Einnig má greina breytingar á viðverutíma barnanna á þann hátt að hlutfallslega fleiri börn dvelja 7 tíma og lengur á dag í leikskóla en fyrir ári síðan. Í desember voru starfandi 265 leikskólar á Íslandi og hafði þeim fækkað um 12 frá árinu áður. Breytingar á fjölda leikskóla má aðallega rekja til sameininga skóla í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×