Fékk 30 milljónir í bætur vegna læknamistaka BBI skrifar 25. október 2012 17:14 Hæstiréttur. Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða pilti rúmar 30 milljónir króna vegna læknamistaka sem urðu árið 2004 og ollu algerri örorku hans. Pilturinn var 11 ára gamall þegar hann varð veikur, fékk kviðverki og fór að kasta upp. Hann var skoðaður af heimilislækni sem fann ekkert að honum og taldi um veirusýkingu að ræða. Verkirnir dvínuðu ekkert og nokkrum dögum síðar var hann sendur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri þar sem hann gekkst samdægurs undir aðgerð. Þá var hluti garna hans fjarlægður. Hann var áfram með garnastíflu og fór í aðra aðgerð sjö dögum síðar þar sem stór hluti dausgarnar var fjarlægður. Degi síðar var hann aðframkominn af verkjum sem engar skýringar fundust á. Strákurinn fékk æðalegg í vinstri handlegg og var barkaþræddur en á meðan þessu stóð varð hann fjarrænn og missti meðvitund. Eftir barkaþræðinguna stöðvaðist hjartsláttur hans alveg í um 17 mínútur. Eftir það kom skyndilega fram eðlilegur púls og blóðþrýstingur en þá hafði pilturinn orðið fyrir verulegum heilaskaða. Drengurinn var metinn með 100% og 100 stiga miska. Læknarnir á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar þóttu ekki hafa brugðist rétt við þennan síðasta dag þegar blóðþrýstingur hans féll og hann missti meðvitund. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að læknar hefðu ekki brugðist nógu hratt við, barkaþrætt hann of seint og meðferð í aðdraganda þess að hjartsláttur stöðvaðist hafi verið ófullnægjandi. Honum var einnig haldið hálfsitjandi of lengi þar sem hættulegt þykir að halda einstakling með jafnlágan púls sitjandi í langan tíma. Einnig hefði verið rétt að gefa honum adrenalín og önnur æðaherpandi lyf þegar blóðþrýstingur hans féll. Þegar á allt þetta var litið þótti íslenska ríkið bera ábyrgð á því líkamstjóni sem hann varð fyrir þegar hjartsláttur hans stöðvaðist í 17 mínútur. Drengurinn fékk því bætur fyrir varanlega örorku, bætur fyrir varanlegan miska auk 50% álags lögum samkvæmt. Samtals námu bæturnar 30.994619 krónum.Hér má lesa dóminn í heild sinni. Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða pilti rúmar 30 milljónir króna vegna læknamistaka sem urðu árið 2004 og ollu algerri örorku hans. Pilturinn var 11 ára gamall þegar hann varð veikur, fékk kviðverki og fór að kasta upp. Hann var skoðaður af heimilislækni sem fann ekkert að honum og taldi um veirusýkingu að ræða. Verkirnir dvínuðu ekkert og nokkrum dögum síðar var hann sendur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri þar sem hann gekkst samdægurs undir aðgerð. Þá var hluti garna hans fjarlægður. Hann var áfram með garnastíflu og fór í aðra aðgerð sjö dögum síðar þar sem stór hluti dausgarnar var fjarlægður. Degi síðar var hann aðframkominn af verkjum sem engar skýringar fundust á. Strákurinn fékk æðalegg í vinstri handlegg og var barkaþræddur en á meðan þessu stóð varð hann fjarrænn og missti meðvitund. Eftir barkaþræðinguna stöðvaðist hjartsláttur hans alveg í um 17 mínútur. Eftir það kom skyndilega fram eðlilegur púls og blóðþrýstingur en þá hafði pilturinn orðið fyrir verulegum heilaskaða. Drengurinn var metinn með 100% og 100 stiga miska. Læknarnir á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar þóttu ekki hafa brugðist rétt við þennan síðasta dag þegar blóðþrýstingur hans féll og hann missti meðvitund. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að læknar hefðu ekki brugðist nógu hratt við, barkaþrætt hann of seint og meðferð í aðdraganda þess að hjartsláttur stöðvaðist hafi verið ófullnægjandi. Honum var einnig haldið hálfsitjandi of lengi þar sem hættulegt þykir að halda einstakling með jafnlágan púls sitjandi í langan tíma. Einnig hefði verið rétt að gefa honum adrenalín og önnur æðaherpandi lyf þegar blóðþrýstingur hans féll. Þegar á allt þetta var litið þótti íslenska ríkið bera ábyrgð á því líkamstjóni sem hann varð fyrir þegar hjartsláttur hans stöðvaðist í 17 mínútur. Drengurinn fékk því bætur fyrir varanlega örorku, bætur fyrir varanlegan miska auk 50% álags lögum samkvæmt. Samtals námu bæturnar 30.994619 krónum.Hér má lesa dóminn í heild sinni.
Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira