Fékk 30 milljónir í bætur vegna læknamistaka BBI skrifar 25. október 2012 17:14 Hæstiréttur. Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða pilti rúmar 30 milljónir króna vegna læknamistaka sem urðu árið 2004 og ollu algerri örorku hans. Pilturinn var 11 ára gamall þegar hann varð veikur, fékk kviðverki og fór að kasta upp. Hann var skoðaður af heimilislækni sem fann ekkert að honum og taldi um veirusýkingu að ræða. Verkirnir dvínuðu ekkert og nokkrum dögum síðar var hann sendur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri þar sem hann gekkst samdægurs undir aðgerð. Þá var hluti garna hans fjarlægður. Hann var áfram með garnastíflu og fór í aðra aðgerð sjö dögum síðar þar sem stór hluti dausgarnar var fjarlægður. Degi síðar var hann aðframkominn af verkjum sem engar skýringar fundust á. Strákurinn fékk æðalegg í vinstri handlegg og var barkaþræddur en á meðan þessu stóð varð hann fjarrænn og missti meðvitund. Eftir barkaþræðinguna stöðvaðist hjartsláttur hans alveg í um 17 mínútur. Eftir það kom skyndilega fram eðlilegur púls og blóðþrýstingur en þá hafði pilturinn orðið fyrir verulegum heilaskaða. Drengurinn var metinn með 100% og 100 stiga miska. Læknarnir á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar þóttu ekki hafa brugðist rétt við þennan síðasta dag þegar blóðþrýstingur hans féll og hann missti meðvitund. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að læknar hefðu ekki brugðist nógu hratt við, barkaþrætt hann of seint og meðferð í aðdraganda þess að hjartsláttur stöðvaðist hafi verið ófullnægjandi. Honum var einnig haldið hálfsitjandi of lengi þar sem hættulegt þykir að halda einstakling með jafnlágan púls sitjandi í langan tíma. Einnig hefði verið rétt að gefa honum adrenalín og önnur æðaherpandi lyf þegar blóðþrýstingur hans féll. Þegar á allt þetta var litið þótti íslenska ríkið bera ábyrgð á því líkamstjóni sem hann varð fyrir þegar hjartsláttur hans stöðvaðist í 17 mínútur. Drengurinn fékk því bætur fyrir varanlega örorku, bætur fyrir varanlegan miska auk 50% álags lögum samkvæmt. Samtals námu bæturnar 30.994619 krónum.Hér má lesa dóminn í heild sinni. Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða pilti rúmar 30 milljónir króna vegna læknamistaka sem urðu árið 2004 og ollu algerri örorku hans. Pilturinn var 11 ára gamall þegar hann varð veikur, fékk kviðverki og fór að kasta upp. Hann var skoðaður af heimilislækni sem fann ekkert að honum og taldi um veirusýkingu að ræða. Verkirnir dvínuðu ekkert og nokkrum dögum síðar var hann sendur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri þar sem hann gekkst samdægurs undir aðgerð. Þá var hluti garna hans fjarlægður. Hann var áfram með garnastíflu og fór í aðra aðgerð sjö dögum síðar þar sem stór hluti dausgarnar var fjarlægður. Degi síðar var hann aðframkominn af verkjum sem engar skýringar fundust á. Strákurinn fékk æðalegg í vinstri handlegg og var barkaþræddur en á meðan þessu stóð varð hann fjarrænn og missti meðvitund. Eftir barkaþræðinguna stöðvaðist hjartsláttur hans alveg í um 17 mínútur. Eftir það kom skyndilega fram eðlilegur púls og blóðþrýstingur en þá hafði pilturinn orðið fyrir verulegum heilaskaða. Drengurinn var metinn með 100% og 100 stiga miska. Læknarnir á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar þóttu ekki hafa brugðist rétt við þennan síðasta dag þegar blóðþrýstingur hans féll og hann missti meðvitund. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að læknar hefðu ekki brugðist nógu hratt við, barkaþrætt hann of seint og meðferð í aðdraganda þess að hjartsláttur stöðvaðist hafi verið ófullnægjandi. Honum var einnig haldið hálfsitjandi of lengi þar sem hættulegt þykir að halda einstakling með jafnlágan púls sitjandi í langan tíma. Einnig hefði verið rétt að gefa honum adrenalín og önnur æðaherpandi lyf þegar blóðþrýstingur hans féll. Þegar á allt þetta var litið þótti íslenska ríkið bera ábyrgð á því líkamstjóni sem hann varð fyrir þegar hjartsláttur hans stöðvaðist í 17 mínútur. Drengurinn fékk því bætur fyrir varanlega örorku, bætur fyrir varanlegan miska auk 50% álags lögum samkvæmt. Samtals námu bæturnar 30.994619 krónum.Hér má lesa dóminn í heild sinni.
Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira