Enski boltinn

Tottenham skellir 150 milljóna punda verðmiða á Bale

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gareth Bale í leik með Tottenham.
Gareth Bale í leik með Tottenham. Mynd. / Getty Images
Nú þegar janúarmánuður fer senn að taka enda og félagsskiptaglugginn að loka hafa forráðamenn Tottenham Hotspurs sett 150 milljóna punda verðmiða á Gareth Bale.

Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur áður sett sig í samband við Tottenham í þeirri von um að klófesta Bale.

Þessi magnaði 22 ára leikmaður er greinilega ekkert á leiðinni frá London en Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham, hefur áður sagt í breskum fjölmiðlum að leikmaður í hans gæðaflokki sé algjörlega nauðsynlegt að halda í.

Verðmiðinn sem Tottenham hefur nú sett á Gareth Bale er mun hærri upphæð en Real Madrid greiddi fyrir Cristiano Ronaldo þegar Portúgalinn yfirgaf Manchester United fyrir 80 milljónir punda, en Ronaldo er í dag dýrasti leikmaður sögunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×