Umfjöllun og viðtöl: KR vann Meistarakeppni KSÍ eftir sigur á FH Stefán Hirst Friðriksson á Laugardalsvelli skrifar 1. maí 2012 13:35 mynd/daníel KR unnu í kvöld Meistarakeppni KSí eftir góðan 2-0 sigur á FH-ingum. Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður KR-inga skoraði bæði mörk liðsins í fyrri hálfleik og var sigur liðsins sanngjarn. Leikurinn er venjulega spilaður á milli deildar- og bikarmeistara síðasta tímabils. KR-ingar unnu hinsvegar tvöfalt þannig að liðið sem lenti í öðru sæti á tímabilinu í fyrra mætti KR-ingum í leiknum. Fyrri hálfleikurinn byrjaði nokkuð rólega og voru liðin að þreifa hvort á öðru. Það voru þá frekar Hafnfirðingar sem voru ógnandi og komust þeir í nokkur hálffæri á fyrstu þrjátíu mínútum leiksins. Það var svo á 34. mínútu sem KR-ingar komust yfir. Óskar Örn átti þá frábæran sprett inn á teiginn og var felldur og vítaspyrna réttilega dæmd. Kjartan Henry sýndi fádæma öryggi á punktinum og hamraði boltanum í mitt markið. KR-ingar bættu í eftir markið og voru mjög ógnandi á næstu mínútum. Það var svo á 44. mínútu sem þeir bætti við forystuna. Atli Sigurjónsson átti þá gott skot sem Gunnleifur varði beint fyrir fætur Kjartans Henry og kláraði hann færið örugglega. Síðari hálfleikurinn byrjaði með látum og fengu bæði lið tækifæri til þess að skora á fyrstu mínútum hálfleiksins. Liðin duttu nokkuð niður í kjölfarið og virkuðu KR-ingar sáttir með fenginn hlut á meðan Hafnfirðingar ógnuðu lítið. Kjartan Henry fékk upplagt tækfæri til þess að innsigla þrennuna en hann skaut yfir úr algjöru dauðafæri á 80. mínútu leiksins. FH-ingar voru nálægt því að minnka muninn undir lok leiks en sem fyrr vildi boltinn ekki inn og góður 2-0 sigur KR-inga því staðreynd. Íslands- og bikarmeistararnir voru nokkuð sannfærandi í þessum leik og er ljóst að þeir eru til alls líklegir í sumar. Kjartan Henry: Fín generalprufamynd/daníelKjartan Henry Finnbogason leikmaður KR skoraði bæði mörk sinna manna og var að vonum sáttur í leikslok. „Þetta var fínn leikur hjá okkur. Við vorum ekkert sérstaklega mikið með boltann en við skoruðum fleiri mörk og það er það sem skiptir máli. Við erum búnir að taka tvo titla hérna á undirbúningstímabilinu og stefnum við á að halda áfram," „Þetta var fín general prufa fyrir okkur og núna þurfum við bara að byggja ofan á þetta á tímabilinu," sagði Kjartan Henry. „FH-ingar eru með flott lið og verða þeir sterkir í sumar. Þeir spila frábæran bolta og er Heimir frábær þjálfari," sagði Kjartan Henry að lokum. Rúnar: Líst mjög vel á liðið fyrir sumariðmynd/daníel„Þetta var ágætis leikur hjá okkur. Fyrri hálfleikurinn var slakur af okkar hálfu. FH-ingarnir voru mun betri í honum, héldu boltanum vel á milli sín en okkur tókst að skora tvö mörk undir lok hálfleiksins. Við löguðum hlutina í síðari hálfleiknum og komumst betur inn í þetta," sagði Rúnar Aðspurður um hvernig honum litist á KR-liðið fyrir tímabilið sagði Rúnar. „Mér líst bara mjög vel á liðið. Ég er ánægður með leikmannahópinn sem ég er með hérna. Það hafa allir lagt gríðarlega hart að í vetur við æfingar og er mikill metnaðar í þessum strákum," bætti Rúnar við. „Við stefnum á að taka þátt í baráttunni um Íslandsmeistaratitillinn ásamt mörgum öðrum liðum. Það eru mörg sterk lið í deildinni í sumar sem hafa flest öll bætt við sig nokkrum leikmönnum. Það hafa mörg lið verið að spila gríðarlega vel á undirbúningstímabilinu og er því jöfn deild í vændum," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, í leikslok. Heimir: Slæmar ákvarðanartökur í leiknumGunnleifur svekktur í Man. City-treyjunni sinni.mynd/daníel„Það er alltaf skemmtilegra að vinna þegar það er bikar í boði. Við spiluðum ágætlega í fyrri hálfleik en við vorum ekki nógu klókir varnarlega og vorum við að missa boltann á slæmum stöðum. Gott lið eins og KR refsar manni fyrir það," „Við spiluðum vel inn á vellinum en það vantaði betri ákvarðanartökur á síðasta þriðjungnum hjá okkur," sagði Heimir. „Við eigum leik við Grindavík á heimavelli um helgina og eru þeir með gott lið. Við erum fullir tilhlökkunar og það er gaman að mótið sé að byrja," sagði Heimir „Ég er bjartsýnn á gott gengi í Íslandsmótinu. Mér líst vel á liðið okkar og vonandi getum við byrjað mótið af krafti," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
KR unnu í kvöld Meistarakeppni KSí eftir góðan 2-0 sigur á FH-ingum. Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður KR-inga skoraði bæði mörk liðsins í fyrri hálfleik og var sigur liðsins sanngjarn. Leikurinn er venjulega spilaður á milli deildar- og bikarmeistara síðasta tímabils. KR-ingar unnu hinsvegar tvöfalt þannig að liðið sem lenti í öðru sæti á tímabilinu í fyrra mætti KR-ingum í leiknum. Fyrri hálfleikurinn byrjaði nokkuð rólega og voru liðin að þreifa hvort á öðru. Það voru þá frekar Hafnfirðingar sem voru ógnandi og komust þeir í nokkur hálffæri á fyrstu þrjátíu mínútum leiksins. Það var svo á 34. mínútu sem KR-ingar komust yfir. Óskar Örn átti þá frábæran sprett inn á teiginn og var felldur og vítaspyrna réttilega dæmd. Kjartan Henry sýndi fádæma öryggi á punktinum og hamraði boltanum í mitt markið. KR-ingar bættu í eftir markið og voru mjög ógnandi á næstu mínútum. Það var svo á 44. mínútu sem þeir bætti við forystuna. Atli Sigurjónsson átti þá gott skot sem Gunnleifur varði beint fyrir fætur Kjartans Henry og kláraði hann færið örugglega. Síðari hálfleikurinn byrjaði með látum og fengu bæði lið tækifæri til þess að skora á fyrstu mínútum hálfleiksins. Liðin duttu nokkuð niður í kjölfarið og virkuðu KR-ingar sáttir með fenginn hlut á meðan Hafnfirðingar ógnuðu lítið. Kjartan Henry fékk upplagt tækfæri til þess að innsigla þrennuna en hann skaut yfir úr algjöru dauðafæri á 80. mínútu leiksins. FH-ingar voru nálægt því að minnka muninn undir lok leiks en sem fyrr vildi boltinn ekki inn og góður 2-0 sigur KR-inga því staðreynd. Íslands- og bikarmeistararnir voru nokkuð sannfærandi í þessum leik og er ljóst að þeir eru til alls líklegir í sumar. Kjartan Henry: Fín generalprufamynd/daníelKjartan Henry Finnbogason leikmaður KR skoraði bæði mörk sinna manna og var að vonum sáttur í leikslok. „Þetta var fínn leikur hjá okkur. Við vorum ekkert sérstaklega mikið með boltann en við skoruðum fleiri mörk og það er það sem skiptir máli. Við erum búnir að taka tvo titla hérna á undirbúningstímabilinu og stefnum við á að halda áfram," „Þetta var fín general prufa fyrir okkur og núna þurfum við bara að byggja ofan á þetta á tímabilinu," sagði Kjartan Henry. „FH-ingar eru með flott lið og verða þeir sterkir í sumar. Þeir spila frábæran bolta og er Heimir frábær þjálfari," sagði Kjartan Henry að lokum. Rúnar: Líst mjög vel á liðið fyrir sumariðmynd/daníel„Þetta var ágætis leikur hjá okkur. Fyrri hálfleikurinn var slakur af okkar hálfu. FH-ingarnir voru mun betri í honum, héldu boltanum vel á milli sín en okkur tókst að skora tvö mörk undir lok hálfleiksins. Við löguðum hlutina í síðari hálfleiknum og komumst betur inn í þetta," sagði Rúnar Aðspurður um hvernig honum litist á KR-liðið fyrir tímabilið sagði Rúnar. „Mér líst bara mjög vel á liðið. Ég er ánægður með leikmannahópinn sem ég er með hérna. Það hafa allir lagt gríðarlega hart að í vetur við æfingar og er mikill metnaðar í þessum strákum," bætti Rúnar við. „Við stefnum á að taka þátt í baráttunni um Íslandsmeistaratitillinn ásamt mörgum öðrum liðum. Það eru mörg sterk lið í deildinni í sumar sem hafa flest öll bætt við sig nokkrum leikmönnum. Það hafa mörg lið verið að spila gríðarlega vel á undirbúningstímabilinu og er því jöfn deild í vændum," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, í leikslok. Heimir: Slæmar ákvarðanartökur í leiknumGunnleifur svekktur í Man. City-treyjunni sinni.mynd/daníel„Það er alltaf skemmtilegra að vinna þegar það er bikar í boði. Við spiluðum ágætlega í fyrri hálfleik en við vorum ekki nógu klókir varnarlega og vorum við að missa boltann á slæmum stöðum. Gott lið eins og KR refsar manni fyrir það," „Við spiluðum vel inn á vellinum en það vantaði betri ákvarðanartökur á síðasta þriðjungnum hjá okkur," sagði Heimir. „Við eigum leik við Grindavík á heimavelli um helgina og eru þeir með gott lið. Við erum fullir tilhlökkunar og það er gaman að mótið sé að byrja," sagði Heimir „Ég er bjartsýnn á gott gengi í Íslandsmótinu. Mér líst vel á liðið okkar og vonandi getum við byrjað mótið af krafti," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira