Íslenski boltinn

Steven Lennon: Breytinga er þörf

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Steven Lennon, framherji Framara, var sá eini með lífsmarki í sóknarleik Safamýrarpilta í Árbænum í kvöld. Lennon segir breytinga þörf hjá Frömurum, annaðhvort að skipta út mönnum eða breyta um leikkerfi.

„Ef þú breytir engu halda úrslitin áfram að verða þau sömu. Það þarf miklar breytingar hvort sem það er að skipta mönnum út eða breyta um leikskipulag. Það er auðvelt að halla sér aftur og minnast góðs undirbúningstímabils en í sumar sjá allir að það er ekkert í gangi. Það er ekkert flæði á boltanum hjá okkur og ef breytinga er þörf þarf að gera þær,“ segir Lennon.

Viðtalið í heild sinni auk umfjöllunar um leikinn og viðtal við Fylkismanninn David Elebert má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×