Frosti vill fá nefið sitt aftur 17. febrúar 2012 09:24 Frosti hamingjusamur með nefið sitt. Sá dularfulli atburður gerðist á dögunum að óprúttinn þjófur stal nefi af risastórum snjókarli sem er staðsettur á Ráðhústorginu á Akureyri. Það er orðið hefð fyrir því í febrúarmánuði að feitur og fallegur snjókarl komi sér makindalega fyrir á Ráðhústorgi á Akureyri og gleðji jafnt unga sem aldna, jafn bæjarbúa sem gesti sem sækja bæinn heim. Snjókarlinn, sem heitir Frosti, vill gjarnan skarta sínu fegursta fyrir þá sem koma að sjá hann en nú ber svo við að nefinu hans hefur verið stolið og er þetta í annað sinn í þessari viku sem einhver eða einhverjir sjá sig knúna til að ræna hann þessum líkamshluta. Þeim sem hafa lagt vinnu í að búa til snjókarlinn Frosta finnst það afar hvimleitt að hann fái ekki að vera í friði og hvetja þann eða þá sem eru með nefin tvö til að skila þeim hið snarasta og má til dæmis leggja það, eða þau, við hlið snjókarlsins eða við tröppur Ráðhússins. Þetta er í þriðja skipti sem snjókarlinn tapar nefinu sínu en í fyrra var því einnig stolið. Það skilaði sér þó sem betur fer aftur. Það er mjög svo miður að snjókarlinn fái ekki að vera í friði og taka Akureyringar atvikið nærri sér. Þeir sem hafa einhverjar upplýsingar um nefin eru beðnir um að hafa samband við Akureyrarstofu í netfangið: Akureyrarstofa@akureyri.is Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira
Sá dularfulli atburður gerðist á dögunum að óprúttinn þjófur stal nefi af risastórum snjókarli sem er staðsettur á Ráðhústorginu á Akureyri. Það er orðið hefð fyrir því í febrúarmánuði að feitur og fallegur snjókarl komi sér makindalega fyrir á Ráðhústorgi á Akureyri og gleðji jafnt unga sem aldna, jafn bæjarbúa sem gesti sem sækja bæinn heim. Snjókarlinn, sem heitir Frosti, vill gjarnan skarta sínu fegursta fyrir þá sem koma að sjá hann en nú ber svo við að nefinu hans hefur verið stolið og er þetta í annað sinn í þessari viku sem einhver eða einhverjir sjá sig knúna til að ræna hann þessum líkamshluta. Þeim sem hafa lagt vinnu í að búa til snjókarlinn Frosta finnst það afar hvimleitt að hann fái ekki að vera í friði og hvetja þann eða þá sem eru með nefin tvö til að skila þeim hið snarasta og má til dæmis leggja það, eða þau, við hlið snjókarlsins eða við tröppur Ráðhússins. Þetta er í þriðja skipti sem snjókarlinn tapar nefinu sínu en í fyrra var því einnig stolið. Það skilaði sér þó sem betur fer aftur. Það er mjög svo miður að snjókarlinn fái ekki að vera í friði og taka Akureyringar atvikið nærri sér. Þeir sem hafa einhverjar upplýsingar um nefin eru beðnir um að hafa samband við Akureyrarstofu í netfangið: Akureyrarstofa@akureyri.is
Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira