Enski boltinn

Yaya Toure: Við þurfum á Tevez að halda

Yaya í leik með City.
Yaya í leik með City.
Miðjumaður Man. City, Yaya Toure, hefur ekki neinar áhyggjur af því að endurkoma Carlos Tevez muni hafa áhrif á móralinn í hópnum hjá City.

Tevez er mættur aftur til Manchester eftir þriggja mánaða sjálfskipaða útlegð í Argentínu.

"Carlos er frábær leikmaður og ég vona að hann verði áfram hjá okkur því við þurfum á honum að halda. Hann er stórkostlegur leikmaður," sagði Toure.

Tevez hefur lagt mikið á sig til þess að losna frá félaginu en með engum árangri hingað til.

Leikmannahópur City og stjórinn, Roberto Mancini, búast þó við afsökunarbeiðni frá Argentínumanninum.

"Hann veit hvað hann þarf að segja við okkur og stjórann. Ég held að allur hópurinn verði ánægður að fá hann aftur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×