Enski boltinn

Man. Utd og Barcelona vilja fá Rami

Rami í leiknum gegn Stoke í gær.
Rami í leiknum gegn Stoke í gær.
Það stefnir í mikinn slag á milli Man. Utd og Barcelona um þjónustu varnarmannsins Adil Rami sem spilar með Valencia.

Rami er metinn á 20 milljónir punda og útsendarar Man. Utd fylgdust grannt með honum í Evrópudeildarleiknum gegn Stoke í gær.

Barcelona hefur einnig haft augastað á leikmanninum og er fastlega búist við því að bæði félög geri tilboð í leikmanninn í sumar.

Rami er 26 ára gamall og gæti mætt Man. Utd í Evrópudeildinni en bæði Man. Utd og Valencia eru í fínni stöðu eftir fyrri leikinn í 32-liða úrslitum keppninnar í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×