Innlent

Stjórnarandstaðan sökuð um fordæmislaus klækjabrögð

Stjórnarþingmenn sökuðu þingmenn stjórnarandstöðunnar um fordæmalaus klækjabrögð á Alþingi í nótt, við umræðuna um tillögu meirihluta stjórnskipunarnefndar um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrártillögu stjórnlagaráðs.

Ekki reyndist hægt að afgreiða málið til nefndar. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins óskaði eftir atkvæðagreiðslunni um klukkan hálf eitt í nótt, og voru þingmenn þá boðaðir til atkvæðagreiðslu.

Þingfundi var ítrekað frestað í kjölfarið þar sem í ljós kom að ekki voru nægilega margir þingmenn í salnum til að atkvæðagreiðslan teldist lögleg, og kenndu stjórnarþingmenn stjórnarandstöðunni um það. Fór svo að lokum að málinu var frestað þar til í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×